Fræðslurit og aðrar vörur

Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar

Í þessu kveri eru greinargóðar leiðarlýsingar á fjölbreyttum og fallegum gönguleiðum upp úr botni Hvalfjarðar.

Allar leiðirnar eru dagsgöngur, sumar með litlum hæðabreytingum en aðrar krefjandi fjallgöngur. Þetta eru bæði þekktar og fjölfarnar gönguleiðir en líka minna þekktar leiðir.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
1.900 kr.
Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar
Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar

Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar

Eftir Leif Þorsteinsson

Í þessu kveri eru greinargóðar leiðarlýsingar á fjölbreyttum og fallegum gönguleiðum upp úr botni Hvalfjarðar.

Allar leiðirnar eru dagsgöngur, sumar með litlum hæðabreytingum en aðrar krefjandi fjallgöngur. Þetta eru bæði þekktar og fjölfarnar gönguleiðir eins og leiðin yfir Leggjarbrjót en líka minna þekktar leiðir eins og frábær leið upp úr Brynjudal og upp með Þórisgili sem er ein af stóru perlunum í íslenskri náttúru.

Þetta er stórbrotið landsvæði þar sem fjöll og fossar, skógur og kjarr, jöklar og sandar, mætast og eru oft samtímis fyrir auga göngumannsins. Að auki tengjast ótal sögur og sagnir þessu svæði sem gerir það enn áhugaverðara. 

Afar góð kort og myndir, ásamt GPS staðsetningarpunktum fylgja hverri gönguleið fyrir sig.

Höfundurinn, Leifur Þorsteinsson, er meðal reynslumestu fararstjóra Ferðafélags Íslands en auk hans skrifuðu Pétur Þorleifsson og Valgarður Egilsson nokkrar leiðarlýsingar.

Kaflar í bókinni

 • Botnsdalur - Glymur - Hvalfell
 • Botnsdalur - Vestursúla
 • Botnsdalur - Hvalvatn - Uxahryggjaleið
 • Síldarmannabrekkur - Botnsheiði - Skorradalur
 • Botnsskáli - Þyrill
 • Botnsdalur - Leggjarbrjótur - Þingvellir
 • Hrísakot í Brynjudal - Botnsdalur
 • Svartagil - Syðstasúla - Botnsdalur
 • Brúsastaðir - Búrfell í Þingvallasveit
 • Skógarhólar á Þingvöllum - Ármannsfell
 • Uxahryggjaleið - Kvígindisfell
 • Jarðmyndunarsaga
 • Frásögn Landnámu af upphafi byggðar í Hvalfirði