Fræðslurit og aðrar vörur

Hvannadalshnúkur - mynddiskur

Í þessari mynd, á DVD diski, er því lýst hvernig göngu á Hvannadalshnúk er háttað og hvaða reglur gilda um göngu á jökli.

Þetta er krefjandi verkefni sem tekur að öllu jöfnu 12-16 klukkustundir.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
1.500 kr.
Hvannadalshnúkur - mynddiskur
Hvannadalshnúkur - mynddiskur

Hvannadalshnúkur - Hæsti tindurinn heillar

Eftir Pétur Steingrímsson

Ganga á Hvannadalshnúk er krefjandi verkefni. Gangan tekur að öllu jöfnu 12-16 tíma. Hækkun er mikil eða um 2100 metrar. Hnúkurinn er snævi þakinn tindur utan í öskju Öræfajökuls og er hæsti tindur landsins.

Í þessari mynd er því lýst hvernig göngu á tindinn er háttað og hvaða reglur gilda um göngu á jökli. Einnig er stiklað á stóru um eldgos í jöklinum, og svo um þá sem voru brautryðjendur í ferðum á jökulinn.

Leiðsögnin er í höndum Páls Ásgeirs Ásgeirssonar, fararstjóra en kvikmyndatöku annaðist Pétur Steingrímsson.

Myndin er á DVD diski og tekur 40 mínútur.