Fræðslurit og aðrar vörur

Kúnstir náttúrunnar - tónlistar og mynddiskur

Veglegt albúm með myndskrýddum bæklingi, tónlistardisk (CD) og mynddisk (DVD) sem geymir safn söngva og svipmynda af Sigurði Þórarinssyni, jarðfræðingi.

Útgáfan er helguð aldarafmæli Sigurðar.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
2.000 kr.
Kúnstir náttúrunnar - tónlistar og mynddiskur
Kúnstir náttúrunnar - tónlistar og mynddiskur

Kúnstir náttúrunnar - Aldarslagur Sigurðar Þórarinssonar

Safn söngva og svipmynda og eins og heitið aldarslagur Sigurðar Þórarinssonar gefur til kynna er útgáfan helguð aldarafmæli Sigurðar, sem fæddist 1912.

Í albúminu eru tveir diskar (CD og DVD) og 48 síðna myndskrýddur bæklingur með öllum söngtextunum ásamt skýringum. Ítarlegan formála um Sigurð Þórarinsson ritar nafni hans Sigurður Steinþórsson, jarðfræðingur. Í bæklingnum er einnig yfirlit um helstu viðburði í lífi Sigurðar og nokkrar línur um hann sem söngvísnasmið.

Á CD-disknum eru 32 söngvar við þýdda og frumsamda texta eftir Sigurð. Söngvarnir eru af þrennum toga:

  1. Fjórtán fyrstu söngvarnir komu út 1982 á vínilplötunni 'Eins og gengur' sem ekki er lengur fáanleg.
  2. Þá eru níu söngvar sem fluttir voru á 60 ára afmælishátíð Ferðafélagsins 1987.
  3. Loks eru níu söngvar sem hljóðritaðir voru í nóvember á síðasta ári.    

 Á DVD-disknum eru þrjú myndskeið sem voru sýndir í Sjónvarpinu á árum áður.

  1. Heimildarmyndin 'Rauða skotthúfan' sem fjallar í máli og myndum um vísindastörf Sigurðar. Kynnir er Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur.
  2. Þátturinn 'Svo endar hver sitt ævisvall' með átta Bellmanssöngvum.
  3. Lítill kabarett í leikstjórn Eddu Þórarinsdóttur, 'Sigurðar vísur Þórarinssonar' með sjö lögum við texta Sigurðar

Ferðafélag Íslands, Hið íslenska náttúrufræðafélag og Jöklarannsóknafélag Íslands gáfu diskana út en að auki styrktu nokkrir aðilar útgáfuna með fjárframlögum og aðstoð í formi vinnuframlags.