Allar vörur

Árbók 1998 - Fjallajarðir og framafréttur Biskupstungna

Í Árbók FÍ 1998 er fjallað um hálendið ofan Biskupstungna, Framafrétti sem nær upp að Langjökli og Hvítárvatni og á breiddina allt frá hreppamörkum á Rótarsandi og í Lambahraun í vestri og austur að Hvítá.

Einnig er fjallað um bæina við brún hálendisins og fjallvegina sem liggja um svæðið, Brúarárskörð, Konungsveginn og Hagavatn svo fátt eitt sé nefnt.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
3.900 kr.
Árbók FÍ 1998
Árbók FÍ 1998

Árbók 1998 Fjallajarðir og framafréttur Biskupstungna

Eftir Gísla Sigurðsson

Í Árbók FÍ 1998 er fjallað um hálendið ofan Biskupstungna, Framafrétti sem nær upp að Langjökli og Hvítárvatni og á breiddina allt frá hreppamörkum á Rótarsandi og í Lambahraun í vestri og austur að Hvítá. Einnig er fjallað um bæina við brún hálendisins og fjallvegina sem liggja um svæðið, Brúarárskörð, Konungsveginn og Hagavatn svo fátt eitt sé nefnt.

Gísli Sigurðsson, blaðamaður ritar hér um heimaslóðir sínar, en hann er frá Úthlíð í Biskupstungum. Gísli tók sjálfur flestar myndir bókarinnar en einnig eiga Mats Vibe Lund og Björn Hróarsson ljósmyndir í bókinni.

Jón H. Sigurðsson líffræðingur frá Úthlíð tók saman tegundalista blómplantna sem birtur er í bókinni. 

Kaflar í bókinni

  • Biskupstungur á breytingaskeiði
  • Brúarárskörð og Brúará af Rótasandi til byggðar
  • Fjallajarðirnar, bæjaröðin við brún hálendisins
  • Landnámsjörðin Úthlíð
  • Hrauntúnsland – náttúrufjársjóður í umsjá Skógræktar ríkisins
  • Konungsvegurinn
  • Hlíðarfjöllin
  • Lambahraunsdyngjan og Úthlíðarhraun
  • Geysir og hverasvæðið í Haukadal
  • Haukadalur – landnámsjörð og sögustaður
  • Haukadalsheiði
  • Hvítá og Gullfoss
  • Framafréttur Biskupstungna og fjallferðir
  • Hagavatn
  • Brekknafjöll og Hagafell