Allar vörur

Árbók 2012 - Skagafjörður vestan Vatna

Árbók FÍ 2012 fjallar um Skagafjörð vestan Héraðsvatna, frá Skagatá í norðri að Hofsjökli í suðri.

Þetta er fyrsta af þremur árbókum FÍ sem fjalla um Skagafjörð í heild sinni. Hinar eru árbækurnar 2014 og 2016.

Í bókunum þremur sem saman telja yfir 700 blaðsíður er að finna heildstæða land- og landslagslýsingu um Skagafjörð, sögur af mannlífi, margs konar kveðskap, jarðfræðiyfirlit, byggðasögu héraðsins og margt fleira.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
7.900 kr.
Árbók 2012 - Skagafjörður vestan Vatna
Árbók 2012 - Skagafjörður vestan Vatna

Árbók 2012 Skagafjörður vestan Vatna. Frá Skagatá að Jökli

Eftir Pál Sigurðsson

Árbók FÍ 2012 fjallar um Skagafjörð vestan Héraðsvatna, frá Skagatá í norðri að Hofsjökli í suðri.

Höfundur bókarinnar er Páll Sigurðsson, rithöfundur og fyrrverandi lagaprófessor sem sjálfur er frá Sauðárkróki. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda sem flestar eru teknar af Daníel Bergmann sem einnig annaðist myndvinnslu, hönnun og umbrot bókarinnar. Þá eru vönduð kort í bókinni, teiknuð af Guðmundi Ó Ingvarssyni. Ritstjóri bókarinnar er Jón Viðar Sigurðsson.

Skagafjörður vestan Vatna er fyrsta af þremur árbókum FÍ sem fjalla um Skagafjörð í heild sinni. Hinar eru árbækurnar 2014 sem fjallar um Skagafjörð austan Vatna, frá Jökli að Furðuströndum og árbókin 2016 sem er framhald af umfjöllun um Skagafjörð austan Vatna og fjallar um svæðið frá Hjaltadal að Úlfsdölum.

Í bókunum þremur sem saman telja yfir 700 blaðsíður er að finna heildstæða land- og landslagslýsingu um Skagafjörð, sögur af mannlífi, margs konar kveðskap, jarðfræðiyfirlit, byggðasögu héraðsins og margt fleira.

Kaflar í bókinni

  • Skagafjörður og Skagfirðingar
  • Skagi
  • Aðrar útbyggðir og nærlendi þeirra
  • Undir Nöfum
  • Fjalllendið frá Gönguskörðum fram að Vatnsskarði
  • Byggðirnar fram að Vatnsskarði og Eylendið
  • Byggð og fjalllendi fram að Mælifellsá
  • Byggð vestan Svartár fram að Gljúfurá, fjöll og dalir
  • Tungusveit og Dalspláss
  • Goðdalir hinir fornu
  • Fram að Jökli - Upplönd og óbyggðaleiðir