Allar vörur

Fólk á fjöllum

Í þessari bók segja sex valinkunnir Íslendingar frá útilegum og ævintýraferðum.

Þetta eru spennandi frásagnir af ævintýrum, svaðilförum og hetjudáðum þar sem ástin á óbyggðunum skín alls staðar í gegn.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
4.500 kr.
Fólk á fjöllum
Fólk á fjöllum

Fólk á fjöllum

Eftir Reyni Traustason

Í bókinni er sagt frá ferðaævintýrum sex íslenskra útivistargarpa sem allir eiga það sameiginlegt að vera náttúrubörn og útivistarfólk auk þess að vera félagar í Ferðafélagi Íslands.

Þetta eru spennandi frásagnir af ævintýrum, svaðilförum og hetjudáðum þar sem ástin á óbyggðunum skín alls staðar í gegn. Söguhetjurnar eru sannar fyrirmyndir þeim sem vilja auka lífsgæði sín með útivist og ævintýrum í óbyggðum.

Reynir Traustason, höfundur bókarinnar er blaðamaður og fyrrum ritstjóri og hefur skrifað metsölubækur á borð við Ljósið í Djúpinu, Örlagasögu Rögnu á Laugabóli og Líf og leyndardóma Sonju W. Zorrilla. Undanfarin ár hefur hann stundað fjallamennsku af krafti. Samhliða blaðamennsku hefur hann verið skálavörður og fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands.

Kaflar í bókinni

 • Fyrirmyndir á fjöllum: Formáli höfundar
 • Á skíðum niður Herðubreið: Tómas Guðbjartsson
  • Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir hefur stundað fjallamennsku frá blautu barnsbeini og varð fyrst fararstjóri rétt kominn af barnsaldri. Í Kverkfjöllum og á Herðubreið er hann á heimavelli.
 • Skálavörður á eldfjalli: Kerstin Langenberger
  • Kerstin Langenberger ljósmyndari, leiðsögumaður og fyrrum skálavörður í Landmannalaugum. Þegar Eyjafjallajökull gaus tjaldaði hún ofan við eiturgufurnar og náði stórkostlegum myndum.
 • Lífsháski í jökulfljóti: Sigríður Lóa Jónsdóttir
  • Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur hefur sérhæft sig í ferðalögum um Hornstrandir. Hún segir m.a. af fundi sínum með Brad Pitt á fjöllum.
 • Með harmónikku á fjallatindum: Valtýr Sigurðsson
  • Valtýr Sigurðsson, fyrrum ríkissaksóknari, hörkutól og fjallaskíðamaður ferðast gjarnan með harmonikku á bakinu. Hann elskar söng og dans á tindum og fjallaskörðum.
 • Harmur á Everest: Vilborg Arna Gissurardóttir
  • Vilborg Arna Gissurardóttir er afrekskonan sem gekk ein á Suðurpólinn og hefur klifið yfir 8000 metra fjall án súrefnis. Tvisvar hefur hún lent í lífsháska á Everest.
 • Pólitískt lík mitt liggur á Eyjabökkum: Ólafur Örn Haraldsson
  • Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður og forseti Ferðafélags Íslands á að baki svaðilfarir yfir Grænlandsjökul og yfir Suðurskautslandið á Suðurpólinn.