Gamli bærinn í Fremri-Hvestu er rúmlega 130 ára gamalt timburhús sem flutt var inn frá Noregi í lok 19. aldar. Þetta sérlega vandað og fallegt hús sem afi og amma höfundar keyptu árið 1918 og í því fæddist faðir hans árið 1941 og bjó fyrstu æviárin. Síðar bjó föðurbróðir höfundar ásamt eiginkonu sinni og 15 börnum í húsinu uns nýtt og stærra íbúðarhús kom til sögunnar um 1975. Með árunum lét gamli bærinn mikið á sjá og varð að því að samkomulagi veturinn 2017 að höfundur myndi færa húsið tveggja km leið út í Andahvilft, og gera það upp á sem upprunalegastan hátt, en á nýjum steyptum grunni. Sú vinna tók rúmlega fimm ár og er framkvæmdum nú lokið. Í þessari bók er greint frá endurgerð hússins með fjölda ljósmynda af framkvæmdum. Auk þess er sagt frá Ketildölum og sérstaklega Hvestudal, m.a. flóru og fánu, örnefnum, ábúendum í Fremri-Hvestu og ítarlega greint frá sögu gamla bæjarins með frásögnum þeirra sem bjuggu í húsinu sem börn og unglingar.
Höfundur: Tómas Guðbjartsson