Allar vörur

Göngu- og örnefnakort af Geldingadölum

Út er komin endurbætt göngu- og örnefnakort af Geldingadölum sem sýnir gosstöðvarnar og umhverfi þeirra.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
1.000 kr.
Göngu- og örnefnakort af Geldingadölum
Göngu- og örnefnakort af Geldingadölum

Kortinu fylgir stutt lýsing á helstu gönguleiðunum en einnig hvernig nálgast má útbúnaðarlista fyrir gönguna og nýjustu veðurspá. Loks er á kortinu kóði þar sem með farsíma er hægt að hlaða inn nýjustu útgáfu kortsins rafrænt og fá þannig uppfærðar upplýsingar umn útbreiðslu hraunsins og hvort gönguleiðir hafi hugsanlega lokast.

Tilgangurinn með útgáfu kortsins er að hvetja fólk til gönguferða um Reykjanesskagann og reyna sig við mismunandi gönguleiðir að gosstöðvunum. Um leið er göngufólki beint á slóða sem þegar eru fyrir hendi og sjást á kortinu – og þannig komið í veg fyrir gróðurskemmdir og átroðning. Kortið er hannað í anda gömlu dönsku herforingjakortanna og þar má finna helstu gönguleiðir við gosstöðvarnar, en einnig örnefni og forminjar eins og sel.

Kortið er gefið út af Ferðafélagi Íslands en við útgáfuna naut FÍ stuðnings Ferðamálastofu og Landsbjargar auk Loftmynda sem útveguðu nákvæmar loftmyndir af hrauninu.

Kortin eru gefin út á prenti á íslensku og ensku og kostar það 1.000 kr. og rennur upphæðin óskipt til Landsbjargar. Höfundur kortsins er Tómas Guðbjartsson. 

Einnig er hægt að kaupa rafræna útgáfu kortsins á íslensku, ensku, þýsku, frönsku, pólsku og kínversku.