Allar vörur

Í náttúrunnar stórbrotna ríki

Ferðadagbók sem fjallar um skemmtilega ferð sem farin var um Brúaröræfi og í Öskju sumarið 1954.

Þetta var í árdaga ferða á fjallabílum inn á hálendi Íslands og dagbókin hefur því heimildagildi um þann tíma.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
1.400 kr.
Í náttúrunnar stórbrotna ríki
Í náttúrunnar stórbrotna ríki

Í náttúrunnar stórbrotna ríki. Ferðadagbók um Brúaröræfi og í Öskju 1954

Eftir Ingólf Einarsson

Ferðadagbók sem fjallar um skemmtilega ferð sem farin var um Brúaröræfi og í Öskju sumarið 1954. Þetta var í árdaga ferða á fjallabílum inn á hálendi Íslands og dagbókin hefur því heimildagildi um þann tíma.

Höfundurinn, Ingólfur Einarsson, var mikill ferðamaður og ritaði ferðadagbækur sem ná yfir sextán ára skeið, en hér er lýst ferð sem honum er eftirminnilegust og ,,var hálfgerð landkönnun í og með,” eins og hann kemst að orði.

Leiðin lá inn í Herðubreiðarlindir og Hvannalindir, en til þess að komast þangað þurfti að fara yfir tvö stórfljót, Kverká og Kreppu. Yfir Kverká var farið á gúmmíbát en plankar lagðir yfir Kreppu. Einnig var farið að Kárahnjúkum og Töfrafossi í Kringilsárrana. Komið var við í Möðrudal þar sem hópurinn hitti þjóðsagnapersónuna Jón Stefánsson.

Í bókinni eru margar ljósmyndir og einnig kort af því svæði sem yfir er farið. 

Gerður Steinþórsdóttir ritar formála að bókinni og sá um útgáfuna ásamt Svavari Sigmundssyni.