Allar vörur

Vatnaleiðin

Þetta fræðslurit FÍ fjallar um gönguleiðina sem kölluð hefur verið Vatnaleiðin og liggur frá Hlíðarvatni í Hnappadal að Hreðavatni í Norðurárdal.

Leiðin sem liggur um margbreytilegt fjallendi og heiðarlönd er að jafnaði gengin á þremur dögum.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
1.900 kr.
Vatnaleiðin
Vatnaleiðin

Vatnaleiðin - Gönguleiðir milli Hnappadals og Norðurárdals

Eftir Reynir Ingibjartsson

Fjalllendið milli Snæfellsness og Borgarfjarðar, Dala og Mýra, er lítt þekkt öllum almenningi. Dalirnir: Hnappadalur á Snæfellsnesi og Norðurárdalur í Borgarfirði, ramma inn svæðið og milli þeirra liggja Hítardalur og Langavatnsdalur.

Margbreytilegt fjalllendi og heiðarlönd setja svip á svæðið, en ekki síst eru það öll vötnin frá Hlíðarvatni í Hnappadal að Hreðavatni í Norðurárdal.

Árið 1995 hóf Ferðafélag Íslands að efna til gönguferða á þessum slóðum, þvert yfir dali og meðfram vötnum. Til varð gönguleið sem síðan er kölluð Vatnaleiðin og hefur notið vaxandi vinsælda hjá göngufólki. Er leiðin að jafnaði gengin á þremur dögum.

Kaflar í bókinni

  • Gönguleiðir milli Hnappadals og Norðurárdals
  • Vatnaleiðin / skálaleið
  • Vatnaleiðin / tjaldleið
  • Kringum Hlíðarvatn
  • Sagan af Beinakasti
  • Gönguleiðir á Geirhnúk
  • Björn Hítdælakappi
  • Kringum Hítarvatn
  • Búskapur á Tjaldbrekku
  • Tröllakirkja - Smjörhnúkur
  • Grjótárdalur - Háleiksvatn
  • Ljósufjallagosbeltið frá Berserkjahrauni að Grábrók
  • Kringum Langavatn
  • Harmsaga í Langavatnsdal
  • Grímsdalur - Skallagrímssel - Vikrafell
  • Kringum Vikravatn
  • Kringum Hreðavatn
  • Bifröst - Hreðavatnsskáli - Hreðavatn
  • Afréttir, smalamennskur og réttir
  • Skarðsheiðarvegur vestri
  • Fyrsta ganga eftir Vatnaleið
  • Dalirnir fjórir