FÍ Kvennakraftur

Um verkefnið 2021

Kvennakraftur er æfinga- og útivistarverkefni fyrir konur sem vilja hreyfa sig úti í náttúrunni en að auki fá leiðsögn einkaþjálfara við styrktarþjálfun heima fyrir. Verkefnið stendur frá miðjum janúar og út mars. Í kvennakrafti I er boðið upp á göngur en í Kvennakrafti II er náttúruhlaup og ganga á víxl. 
 
Kynningarfundur miðvikud. 6. janúar kl. 20. 
 
Umsjón: Kolbrún Björnsdóttir, leiðsögumaður, og Nanna Kaaber, íþróttafræðingur og einkaþjálfari.
 
Verð: 90.900 kr. Árgjald FÍ 2021 er innifalið.
 

Kvennakraftur I

Dagskrá:
Kvennakraftur I er æfinga- og útivistarverkefni fyrir konur sem vilja hreyfa sig úti í náttúrunni en fá að auki leiðsögn íþróttafræðings við styrktarþjálfun heima fyrir. Verkefnið stendur frá miðjum janúar og út mars. Hver vika samanstendur af fjallgöngu eða röskri göngu á náttúrustígum á virku kvöldi, tveimur styrktaræfingum og einni teygjuæfingu. Aðra hverja helgi er svo farið í fjallgöngu. Verkefnið er hugsað fyrir konur sem vilja koma sér í gott fjallaform. Hópurinn hittist alla þriðjudaga og annan hvern laugardag. Á miðvikudögum og föstudögum þátttakendur sendar styrktaræfingar. Á mánudögum er teygjudagur.  

Verkefnið er fullbókað. Hægt er að skrá sig á biðlista BIÐLISTI

Dagsetning Vikudagur Áfangastaður Lengd/hækkun
06.01. Miðvikudagur Kynningarfundur  
12.01. Þriðjudagur Fræðslukvöld  
19.01. Þriðjudagur Búrfell 5,5 km
23.01. Laugardagur Heiðmörk Vatnahringur 7,5 km
26.01. Þriðjudagur Mosfell 4 km
02.02. Þriðjudagur Úlfarsfell 4,5 km
06.02. Laugardagur Grímansfell 5,5 km
09.02. Þriðjudagur Laliog Reykjaborg 5 km
16.02. Þriðjudagur Umhverfis Valahnúka 6,5 km
20.02. Laugardagur Blákollur 5,5 km
23.02. Þriðjudagur Selfjallog Sandfell 5,5 km
02.03. Þriðjudagur Æsustaðarfjallog Reykjafell 6 km
06.03. Laugardagur Heiðmörk, efri hringur 7,5 km
09.03. Þriðjudagur Sólarhringur 8 km
16.03. Þriðjudagur Esja að Steini 6,5 km
20.03. Laugardagur Móskarðshnúkar 7,5km
23.03. Þriðjudagur Helgafell í Hafnarfirði 6 km

 

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

Kvennakraftur II 

Dagskrá:

Kvennakraftur er æfinga- og útivistarverkefni fyrir konur sem vilja hreyfa sig úti í náttúrunni en að auki fá leiðsögn íþróttafræðings við styrktarþjálfun heima fyrir.Verkefnið stendur frá miðjum janúar og út mars. Hver vika samanstendur af einu rólegu náttúruhlaupi á virku kvöldi, tveimur styrktaræfingum og einni teygjuæfingu. Aðra hverja helgi er svo farið í fjallgöngu. Verkefnið er fyrir konur sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum og hlaupum.  

Náttúruhlaupin fara fram á mismunandi svæðum í og við borgina. Til dæmis í Heiðmörk, Öskjuhlíð, Búrfellsgjá, Elliðaárhólma og við Vífilstaðavatn og Hvaleyrarvatn. Staðsetning hverju sinni fer eftir veðri en þegar veður er örlítið krefjandi er alltaf hægt að finna skjól í skógi.

Hópurinn hleypur saman alla fimmtudaga og fer í fjallgöngu annan hvern sunnudag.
Á þriðjudögum og föstudögum fá þátttakendur sendar styrktaræfingar. Á mánudögum er teygjudagur.

Dagsetning Vikudagur Áfangastaður Lengd/hækkun
06.01. Miðvikudagur Kynningarfundur  
14.01. Fimmtudagur Fræðslukvöld  
21.01. Fimmtudagur Náttúruhlaup  
24.01. Sunnudagur Grímansfell 5,5 km
28.01. Fimmtudagur Náttúruhlaup  
04.02. Fimmtudagur Náttúruhlaup  
07.02. Sunnudagur Stóri Meitill 6 km
11.02. Fimmtudagur Náttúruhlaup  
18.02. Fimmtudagur Náttúruhlaup  
21.02. Sunnudagur Akrafjall 6 km
25.02. Fimmtudagur Náttúruhlaup  
04.03. Fimmtudagur Náttúruhlaup  
07.03. Sunnudagur Móskarðshnúkar 7,5 km
11.03. Fimmtudagur Náttúruhlaup  
18.03. Fimmtudagur Náttúruhlaup  
21.03. Sunnudagur Vörðuskeggi 14 km
 

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla í tengslum við Covid 19 eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Smelltu á mynd til að bóka