Ferð: Litskrúðug Laugaferð 

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Suðvesturland

Litskrúðug Laugaferð 

Ferðafélag Barnanna
Lýsing

Grænihryggur, litskrúðug fjöll og gil eru áfangastaðir í þessari fjölskylduferð sem þó er ekki fyrir lofthrædda! Duglegir og vanir krakkar munu þó hafa gaman af að takast á við gönguna!
Gist verður í skálanum í Landmannalaugum þaðan sem örstutt er í dásamlegu Laugina. Á milli þess sem börn og fullorðnir skella sér í laugina verður gengin góð dagleið að Grænahrygg með stórkostlegu útsýni yfir Jökulgil. Síðari daginn verða svo litskrúðug fjöll og gil sótt heim auk þess sem hið merka náttúrufyrirbæri Rauðauga verður skoðað. Athugið að farið verður á einkabílum í Landmannalaugar og ekið þaðan að upphafsstað göngu að Grænahrygg.

Brottför/Mæting
Á einkabílum frá Olís, Norðlingaholti kl. 16.
Fararstjórn

Dalla Ólafsdóttir og Matthías Sigurðarson.

Innifalið
Gisting og fararstjórn.

Leiðarlýsing

1.d., föstud. Ekið í halarófu inn í Landmannalaugar, komum okkur fyrir í skála og þeir sem vilja fara í laugina.

2.d. Gengið að Grænahrygg með útsýni yfir Jökulgil. 8-9 klst.

3.d. Gengið um litskrúðug gil og fjöll og hið magnaða Rauðauga skoðað. Heimför. Samtals 6 klst.