Ferð: Helgafell ofan Hafnarfjarðar

Helgafell ofan Hafnarfjarðar

Morgungöngur
Lýsing

Morgungönguvika FÍ dagana 4.-8. maí.
Á fjöll við fyrsta hanagal

Morgunstund gefur gull í mund. Komdu sjálfum þér á óvart með göngu í morgunsárið og fylltu lungun af fjallalofti fyrir verkefni dagsins. Göngutími: 2–3 klst.

Brottför/Mæting
Kl. 6. Gangan hefst við bílastæði skammt frá Kaldárseli
Fararstjórn

Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
  • Hleðslubanki

Morgunstund gefur gull í mund.

  • 5.maí. Þriðjudagur: Mosfell.
    Gangan hefst við bílastæðið við Mosfellskirkju í Mosfellsdal.

  • 6.maí. Miðvikudagur: Úlfarsfell.
    Gangan hefst við bílastæði Skógræktarinnar við Vesturlandsveg.

  • 7.maí. Fimmtudagur: Helgafell í Mosfellsbæ.
    Gangan hefst við bílastæði undir fjallinu að vestan.

  • 8.maí. Föstudagur: Hafrahlíð
    Gangan hefst við gömlu réttina við Hafravatn.

 

Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis.