Ferðafélag barnanna skundar á Þingvöll
- Lýsing
Þingvellir á 80 ára afmæli lýðveldisins Íslands
Ferðafélag Barnanna mun skunda til Þingvalla á 80 ára afmæli lýðveldi Íslands með Íslenska fánann og syngja Öxar við ána.
Guðni TH. Jóhannesson forseti Íslands ætlar að hitta okkur á Hakinu kl 11 og ganga smá hluta af leiðinni og segja okkur aðeins frá þessum stórmerkilega stað. Við ætlum að kanna marga sögufræða staði eins og Lögberg og Drekkingarhyl en einnig ætlum við að virða fyrir okkur þessa mögnuðu náttúru sem þarna er og skoða staði eins og Öxarárfoss og Flosagjá. Við endum svo gönguna aftur á Hakinu en þar býðst fólki að skoða stafræna sýningu um Þingvelli áður en heim er haldið. Gangan tekur 2-3 klst og ekki er verra að hafa eitthvað til að maula.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.Þátttaka ókeypis, öll velkomin.
- Brottför/Mæting
- Kl. 11 á Hakinu , þar sem gegni er niður Almannagjá.
- Fararstjórn
- Innifalið
- Fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Þjóðlendur Íslands.
Í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins og þess að starfi óbyggðanefndar er að ljúka verður efnt til gönguferða um þjóðlendur í þeim tilgangi að kynna þær fyrir almenningi. Gönguferðirnar verða sumarið 2024.
Um Þjóðlendur