FÍ Alla leið

Göngudagskrá 2018

Búið er að loka fyrir skráningu í verkefnið 2018

Fjallaverkefnið FÍ Alla leið er æfingaáætlun sem stendur frá janúar til júní og miðar að því að undirbúa þátttakendur fyrir langa og spennandi jöklagöngu að vori. Undirbúningurinn er þríþættur og felst í vikulegum fjallgöngum sem stigmagnast að erfiðleikastigi, vikulegum þrekæfingum og alhliða ferðafræðslu um klæðnað, búnað, næringu, öryggismál og jöklagöngur.

Vorið 2018 samanstendur verkefnið af einni kynningargöngu, átta mánudagsgöngum, sjö dagsleiðöngrum, vikulegum þrekæfingum, heimaverkefni, tveimur fræðslufundum og göngu á eitt af fjórum eftirtöldum fjöllum: 

  • Eyjafjallajökull (þveraður frá Grýtutindi að Seljavöllum) - 21. apríl
  • Hrútsfjallstindar - 5. maí
  • Hvannadalshnúkur - 19. maí
  • Birnudalstindur - 9. júní

Í boði er að ganga á alla fjóra tindana. Hver aukatindur kostar 20 þúsund kr. Ef illa viðrar uppgöngudaginn er sunnudagur hafður til vara og helgin þar á eftir til þrautarvara. Ekki er endurgreitt ef fólk getur ekki nýtt sér varahelgarnar eða aðrar göngur.

Þrekæfingarnar fara fram í Himnastiganum í Kópavogi alla þriðjudaga kl. 17:45, frá 30. janúar til 1. maí.

Umsjónarmaður verkefnisins er Hjalti Björnsson.

Verð: 58.700. Árgjald FÍ er innifalið.

 

Dagskrá vorið 2018

HvenærKlukkanHvaðHvar
13. janúar 10:00 Kynningarganga Mosfell. 3 km / 250 m
16. janúar 19:45 Fræðslukvöld Ferðamennska á fjöllum, næring og fatnaður
20. janúar 10:00 Laugardagsganga Lyngdalur og Hádegismóar. 5 km / 200 m
29. janúar 17:45 Mánudagsganga Mygludalir - Valahnúkar - Valaból. 6 km / 100 m
4. febrúar 10:00 Sunnudagsganga Reykjafell - Dauðidalur við Hveradali. 6 km / 300 m
12. febrúar 17:45 Mánudagsganga Reykjafell og Æsustaðafjall. 6 km / 250 m
18. febrúar 9:00 Sunnudagsganga Fjaran og hafið. 20 km / 50 m
26. febrúar 17:45 Mánudagsganga Arnarhamar - Smáþúfur. 5 km / 500 m
3. mars 9:00 Laugardagsganga Grænsdalur - Dalaskarð - Reykjadalur. 11 km / 400 m
12. mars 17:45 Mánudagsganga Stóri og Litli Meitill. 9 km / 400 m
17. mars 9:00 Laugardagsganga Álútur - Reykjafjall. 13 km / 500 m
26. mars 17:45 Mánudagsganga Skálafell. 6 km / 400 m
7 apríl 8:00 Laugardagsganga Móskarðahnúkar - Trana - Kjós. 13 km / 900 m * **
14. apríl 8:00 Laugardagsganga Níu tindar Hafnarfjalls. 13 km. 1300 m **
21. apríl 6:00 Toppdagur Eyjafjallajökull. 22 km / 1600 m (1 af 4 valmöguleikum) * ***
30. apríl 17:45 Mánudagsganga Bjarnarfell - Sandfell í Ölfusi. 6 km / 400  m
2. maí 19:45 Fræðslukvöld Jöklar og jöklagöngur. Ris FÍ, Mörkinni 6
5. maí 1:00 til 4:00 Toppdagur Hrútsfjallstindar. 24 km / 1900 m. (1 af 4 valmöguleikum) ***
14. maí 17:45 Mánudagsganga Húsfell - Fiskidalsfjall - Festarfjall - Lyngfell. 6 km / 300 m.
19. maí 1:00 til 4:00 Toppdagur Hvannadalshnúkur. 24 km / 2100 m. (1 af 4 valmöguleikum) ***
28. maí 17:45 Mánudagsganga Þyrill - Borgir - Reiðskarð. 7,5 km / 400 m
9. júní 6:00 Toppdagur Birnudalstindur. 23 km / 1900 m (1 af 4 valmöguleikum) ***

 

*               Rúta ef næg þátttaka fæst, greiðist aukalega
**             Mögulega krafa um jöklabrodda og ísexi
***         Jöklabúnaður