FÍ Alla leið

Haustdagskrá 2017

Kynningarfundur: Miðvikud 23. ágúst 2017, kl. 20:00 í risi FÍ í Mörkinni 6. 

Fjallaverkefnið Alla leið heldur áfram í haust með fjallgöngudagskrá sem byrjar 26. ágúst og lýkur í desember. Þetta verkefni hefur hlotið nafnið Haustgöngur Alla leið  og verður kynnt á sérstökum kynningarfundi sem fram fer miðvikudaginn 23. ágúst kl. 20 í risinu hjá FI í Mörkinni 6.

Verkefnið er öllum opið, jafnt þeim sem áður hafa gengið í fjallaverkefnum Ferðafélags Íslands sem og þeim sem vilja prufa þessa frábæru leið til að hreyfa sig, stunda útivist, njóta náttúrunnar og kynnast skemmtilegum fjallavinum.

Á dagskránni eru 25 fjöll sem verður gengið á.  Þrjár kvöldgöngur sem farnar eru á mánudögum og ellefu dagsferðir sem verða um helgar.

Innifalið í þátttökugjaldinu er fræðsla, undirbúningur og leiðsögn.

 

Dagskrá Alla leið haustið 2017:

HvenærKlukkanHvaðHvar
23. ágúst 20:00 Kynningarkvöld FI risið, fatnaður og öryggi á fjöllum
27. ágúst 9:00 Sunnudagsganga Ármannsfell - Kynnigarferð - Allir velkomnir
2-3. sept. 7:00 Helgin Fimma, Landmannalaugar ****, 29 km. 
9. sept. 7:00 Laugardagsganga Hvítmaga **
16. sept. 9:00 Laugardagsganga Hestur *
23. sept. 9:00 Laugardagsganga Stóra Björnsfell *
30. sept. 9:00 Laugardagsganga Skessuhorn
7. okt. 9:00 Laugardagsganga Þrenna, Búrfell, Mosfell og Vörðufell
16. okt. 17:45 Mánudagsganga Þrenna, Haukafjöll, Þríhnúkar og Stardalshnúkur
22. okt. 9:00 Sunnudagsganga Tvenna, Drangshlíðarfjall og Hrútafell
30. okt. 17:45 Mánudagsganga Tvenna, Sandfell og Selfjall
5. nóv. 10:00 Sunnudagsganga Ferna, Heimaklettur, Stórhöfði, Helgafell og Eldfell ***
13. nóv. 17:45 Mánudagsganga Grindarskörð
3. des. 10:00 Sunnudagsganga Ármannsfell

 

*               Farið með rútu ef næg þátttaka fæst, greiðist aukalega
**             Jöklabúnaður
***          Ferja frá Landeyjarhöfn sem greiðist aukalega og þarf að panta
****        Skála eða tjaldstæða gjald sem greiðist aukalega

Þrekæfingar á þriðjudögum í Himnastiganum

Verð: 31.000,- eða 38.600 með árgjaldi FI

20. nóv      kl. 17:45      Mánudagsganga      Óvissuferð

27. nóv      kl. 17:45      Mánudagsganga      Óvissuferð

9-10 des   kl . 09:00    Aukaganga                Háasúla **

Með fyrirvara um breytingar