FÍ Alla leið

Haustgöngur Alla leið 2019

Fjallaverkefnið Alla leið heldur áfram í haust með fjallgöngudagskrá sem byrjar 24. ágúst og lýkur í desember. Þetta verkefni hefur hlotið nafnið Haustgöngur Alla leið  og verður kynnt á sérstökum kynningarfundi sem fram fer miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20 í risinu hjá FI í Mörkinni 6.
Verkefnið er öllum opið, jafnt þeim sem áður hafa gengið í fjallaverkefnum Ferðafélags Íslands sem og þeim sem vilja prufa þessa frábæru leið til að hreyfa sig, stunda útivist, njóta náttúrunnar og kynnast skemmtilegum fjallavinum.
Á dagskránni eru um 19 fjöll sem verður gengið á.  Sjö kvöldgöngur sem farnar eru á mánudögum og átta dagsferðir sem verða um helgar.
Innifalið í þátttökugjaldinu er fræðsla, undirbúningur og leiðsögn.

Dagskrá FÍ Alla leið haust 2019

Hvenær Klukkan Hvað Hvar
21. ágúst 20:00 Kynningarkvöld FÍ risið, fatnaður og öryggi á fjöllum
24. ágúst 7:00 Laugardagsganga Eiríksjökull , * 17 km. 1.100 m.
2. sept. 17:45 Mánudagsganga Skálafell á Hellisheiði, 9 km. 300m.
7.-8. sept. 7:00 Helgarferð Landmannalaugar, ** 30 km.  2.000 m.
16. sept. 17:45 Mánudagsganga Þrándarstaðarfjall, 6 km. 400 m.
21. sept. 9:00 Laugardagsganga Baula/Botnssúlur, – Valhvætt 15 km. 1000m
30. sept. 17:45 Mánudagsganga Reynivallaháls, 7 km. 350m.
5. okt. 9:00 Laugardagsganga Hátindur Esju um Laufskörð, 12 km. 900 m.
14. okt. 17:45 Mánudagsganga Grindarskörð, 5 km. 400 m.
19. okt. 9:00 Laugardagsganga Leggjarbrjótur, * 16 km. 450 m.
28. okt. 17:45 Mánudagsganga St. Kóngsfell og Drottning, 6 km. 300 m.
2. nóv. 9:00 Laugardagsganga Skógfellastígur, 17 km. 250 m.
11. nóv. 17:45 Mánudagsganga Vatnshlíðarhorn, 4 km. 250 m.
16. nóv. 9:00 Laugardagsganga Laugarvatns- og Snorrastaðafjall, 8 km.500 m.
25. nóv. 17:45 Mánudagsganga Húsfell, 8 km. 300 m.
1. des. 9:00 Laugardagsganga Þingvellir, söguferð. 12 km. 200 m.

*    Farið með rútu ef næg þátttaka næst, greiðist aukalega
**     Skála eða tjaldstæða gjald sem greiðist aukalega 4.500/1.000

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða annarra orsaka.

Verð: 35.000,- eða 42.800 með árgjaldi FÍ

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að innheimta árgjald félagsins hafi félagsverð verið greitt án virkrar félagsaðildar.

Skráning í FÍ Alla leið

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Umsjónarmaður verkefnisins er Hjalti Björnsson.