FÍ Alla leið

Verkefnislýsing vorið 2019

Athugið að búið er að loka fyrir skráningu í FÍ Alla leið 2019.

Ferðafélag Íslands býður upp á æfingaáætlun sem miðar að því að undirbúa þátttakendur fyrir langa og spennandi jöklagöngu að vori. Undirbúningurinn er þríþættur og felst í vikulegum fjallgöngum, sem stigmagnast að erfiðleikastigi, þrekæfingum og alhliða ferðafræðslu, meðal annars um klæðnað, búnað, næringu, öryggismál og jöklagöngur. Verkefninu líkur með göngu á hæstu tinda landsins, Snæfellsjökul 18. apríl, Hrútsfjallstinda 11. maí, Hvannadalshnjúk þann 25. maí eða 8. júní eða Birnudalstind 15. júní. Ef illa viðrar á uppgöngudaginn er sunnudagur til vara. Ekki er endurgreitt eða hægt að færa til tinda eftir að skráningu lýkur en það verður í lok mars.

Umsjónarmaður verkefnisins er Hjalti Björnsson.

Dagskrá FÍ Alla leið vorið 2019

HVENÆRKL.HVAÐHVAR
09.01. 20:00 Kynningarfundur Í sal FÍ, Mörkinni 6.
12.01. 10:00 Kynningarganga Mosfell, 3k/250m,
17.01. 20:00 Fræðslukvöld Ferðamennska á fjöllum,næring og fatnaður.
28.01. 17:45 Mánudagsganga Sandfell og Selfjall, 7k/350m
02.02. 9:00 Laugardagsganga Arnarnýpa og Sveifluháls, 9k/500m
11.02. 17:45 Mánudagsganga Stóri Meitill í Þrengslum, 9k/400m
16.02. 9:00 Laugardagsganga Fjaran og hafið, 20k/50m
25.02. 17:45 Mánudagsganga Helgafell í Mofellsbæ, 5k/350m
02.03. 9:00 Laugardagsganga Búrfell á Mosfellsheiði, 13k/800m
11.03. 17:45 Mánudagsganga Heiðmörk, 13 k/200m
16.03. 09:00 Laugardagsganga Þrasaborgir, 10 k/400m
25.03. 17:45 Mánudagsganga Grímannsfell, 8 k/500m
30.03. 9:00 Laugardagsganga Jósepsdalshringur, 14 k/1100m ++
08.04. 17:45 Mánudagsganga Akrafjall, 7k/600m
13.04. 09:00 Laugardagsganga Hengill – Vörðuskeggi, 13k/800m +++
18.04 07:00 Toppdagur Snæfellsjökull (einn af fjórum valmöguleikum) +++
22.04. 17:45 Mánudagsganga Grænadyngja – Trölladyngja, 5k/400m
27.04. 07:00 Laugardagsganga Fimmvörðuháls, 23k/1100m ++++ +++ +
02.05. 20:00 Fræðslukvöld Jöklar og jöklagöngur. Haldið í risi FÍ, Mörkinni 6.
06.05. 17:45 Mánudagsganga Kerhólakambur – Þverfellshorn, 10k/800m ++
11.05. 14:00 Toppdagur Hrútsfjallstindar +++ (einn af fjórum valmöguleikum)
18.05. 9:00 Laugardagsganga Blikdalshringur / Móskarðshnúkar – Trana – Kjós 20 k/1000m ++
25.05. 14:00 Toppdagur Hvannadalshnúkur, 24 k/2100m (einn af fjórum valmöguleikum) +++
08.06. 14:00 Toppdagur Hvannadalshnúkur, 24 k/2100m (einn af fjórum valmöguleikum) +++
15.06. 06:00 Toppdagur Birnudalstindur, 23 k/2000m +++

*       Rúta sem greiðist aukalega
**     Mögulega krafa um jöklabrodda og ísexi
***   Jöklabúnaður
**** Þrúgur

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða annarra orsaka.

 

Skráning í FÍ Alla leið

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Síðasti skráningardagur er 4. febrúar.

Loading...