FÍ Alla leið

Verkefnislýsing vorið 2019

Kynningarfundur: Miðvikudaginn 9. janúar kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Verð: 58.800
. Árgjald FÍ er innifalið.

Skráning

Fjallaverkefnið FÍ Alla leið er öllum opið, jafnt þeim sem áður hafa gengið í fjallaverkefnum Ferðafélags Íslands sem og þeim sem vilja prufa þessa frábæru leið til að hreyfa sig, stunda útivist, njóta náttúrunnar og kynnast skemmtilegum fjallavinum.

Æfingaáætlun FÍ Alla leið miðar að því að undirbúa þátttakendur fyrir göngu á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk. Undirbúningurinn er þríþættur og felst í vikulegum fjallgöngum, sem stigmagnast að erfiðleikastigi, vikulegum þrekæfingum og alhliða ferðafræðslu, meðal annars um klæðnað, búnað, næringu, öryggismál og jöklagöngur.

Á dagskránni eru ein kynningarganga, átta mánudagsgöngur, sjö dagsleiðangrar, vikulegar þrekæfingar, heimaverkefni, tveir fræðslufundir og svo val um að ganga á Hvannadalshnúk annað hvort 25. maí eða 8. júní. Ef illa viðrar uppgöngudaginn er sunnudagur til vara.

Þátttakendum býðst einnig að ganga á þrjá aðra tinda á tilboðsverði:

  • Snæfellsjökul 18. apríl
  • Hrútsfjallstinda 11. maí
  • Birnudalstind 15. júní

Umsjónarmaður verkefnisins er Hjalti Björnsson.

Dagskrá FÍ Alla leið vorið 2019

HVENÆRKL.HVAÐHVAR
9. jan 20:00 Kynningarfundur FÍ salur, Mörkinni 6
12. jan. 10:00 Kynningarganga Mosfell. 3 km / 250 m
17. jan. 20:00 Fræðslukvöld Ferðamennska, næring og fatnaður. Ris FÍ
28. jan. 17:45 Mánudagsganga Sandfell og Selfjall. 7 km / 350 m
2. feb. 9:00 Laugardagsganga Arnarnýpa og Sveifluháls. 9 km / 500 m
11. feb. 17:45 Mánudagsganga Stóri Meitill í Þrengslum. 9 km / 400 m
16. feb 9:00 Laugardagsganga Fjaran og hafið. 20 km / 50 m
25. feb 17:45 Mánudagsganga Helgafell í Mosfellsbæ. 5 km / 350 m
2. mars 9:00 Laugardagsganga Búrfell á Mosfellsheiði. 13 km / 800 m
11. mars 17:45 Mánudagsganga Heiðmörk. 13 km / 200 m
16. mars 9:00 Laugardagsganga Þrasaborgir. 10 km / 400 m
25. mars 17:45 Mánudagsganga Grímannsfell. 8 km / 500 m
30. mars 9:00 Laugardagsganga Jósepsdalshringur. 14 km / 1100 m **
8. apríl 17:45 Mánudagsganga Akrafjall. 7 km / 600 m
13. apríl 9:00 Laugardagsganga Vörðuskeggi í Hengli. 13 km / 800 m ***
22. apríl 17:45 Mánudagsganga Grænadyngja og Trölladyngja. 5 km / 400 m
27. apríl 7:00 Laugardagsganga Fimmvörðuháls. 23 km / 1100 m * *** ****
2. maí 20:00 Fræðslukvöld Jöklar og Jöklagöngur. Ris FÍ.
6. maí 17:45 Mánudagsganga Kerhólakambur og Þverfellshorn. 10 km / 800 m
25. maí 1:00 til 4:00 Toppdagur Hvannadalshnúkur. 24 km / 2100 m ***
8. júní 1:00 til 4:00 Toppdagur Hvannadalshnúkur. 24 km / 2100 m ***

 

*       Rúta sem greiðist aukalega
**     Mögulega krafa um jöklabrodda og ísexi
***   Jöklabúnaður
**** Þrúgur

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða annarra orsaka.

Skráning í FÍ Alla leið

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Síðasti skráningardagur er 4. febrúar.

Loading...