FÍ Alla leið

Göngudagskrá haust 2018

Fjallaverkefnið FÍ Alla leið er öllum opið, jafnt þeim sem áður hafa gengið í fjallaverkefnum Ferðafélags Íslands sem og þeim sem vilja prufa þessa frábæru leið til að hreyfa sig, stunda útivist, njóta náttúrunnar og kynnast skemmtilegum fjallavinum.

Haustið 2018 samanstendur verkefnið af alls nítján fjallgöngum, sjö kvöldgöngum á mánudögum og átta dagsferðum um helgar. Að auki eru þrekæfingar alla þriðjudaga kl. 17:45 í Öskjuhlíð eða í Himnastiganum í Kópavogi.

Umsjónarmaður verkefnisins er Hjalti Björnsson.

Verð: 31.000 fyrir félagsmenn FÍ. Annars 38.600 og þá er árgjald FÍ innifalið í verði. 

Dagskrá haustið 2018

HvenærKlukkanHvaðHvar
22. ágúst 20:00 Kynningarkvöld FÍ risi, Mörkinni 6. Fatnaður og öryggi á fjöllum
26. ágúst 9:00 Sunnudagsganga Síldarmannagötur. 15 km / 450 m *
1.-2. sept. 7:00 Helgin Landmannalaugar. 30 km / 2000 m * **
10. sept. 17:45 Mánudagsganga Eyrarfjall. 7 km / 350 m
15. sept. 9:00 Laugardagsganga Helgrindur. 12 km / 950 m
24. sept. 17:45 Mánudagsganga Þrándarstaðarfjall. 6 km / 400 m
29. sept. 9:00 Laugardagsganga Hátindur Esju um Laufskörð. 12 km / 900 m
8. okt. 17:45 Mánudagsganga Reynivallaháls. 7 km / 350 m
13. okt. 9:00 Laugardagsganga Leggjarbrjótur. 16 km / 450 m *
22. okt. 17:45 Mánudagsganga Heiðmörk. 8 km / 3 klst
27. okt. 9:00 Laugardagsganga Heiðarhorn
5. nóv. 17:45 Mánudagsganga Álftanes. 6 km / 3 klst
10. nóv. 9:00 Laugardagsganga Meðalfell endilangt. 5 km / 350 m
19. nóv. 17:45 Mánudagsganga Arnarholt. 6 km / 3 klst
24. nóv. 9:00 Laugardagsganga Þúfufjall í Hvalfirði. 8 km / 500 m
3. des. 17:45 Mánudagsganga Þorbjörn. 4 km / 250 m

 

*     Rúta ef næg þátttaka fæst. Greiðist aukalega.
**   Skála- eða tjaldstæðisgjald (4.500/1.000). Greiðist aukalega.

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar og veður.