Fí Alla leið 2024

Árið 2024 er ellefta ár Alla leið. Við höldum okkur við þær ferðir sem í gegnum tíðina hafa vakið mesta lukku eða verið einstaklega minnisstæðar fyrir þátttakendur. Megin markmið verkefnisins er að undirbúa þátttakendur undir langa og krefjandi jöklagöngu að vori. Verkefnið hentar þeim sem hafa einhverja reynslu af fjallgöngum. Undirbúningurinn er í grunninn þríþættur: að byggja upp þrek og styrk með stigmagnandi hætti, að læra að ferðast, nærast og búa sig á fjöllum með öruggum hætti og að öðlast þá tækni sem þarf til að ferðast um jökla eða fjöll í vetraraðstæðum. Myndir úr verkefninu.

Gengið verður  á einn af hæstu tindum landsins, Þverártindsegg 27. apríl, Eyjafjallajökull 4. maí, Sveinstindur 9. maí, Hrútsfjallstindar 18. maí, Hvannadalshnúkur 25. maí og Birnudalstindur 15. júní.  Ef illa viðrar á uppgöngudaginn er sunnudagur eða fl. dagar til vara.

Eftir sumarfrí heldur verkefnið áfram með 14 fjallgöngum, sem skiptast í sex kvöldgöngur sem farnar eru á mánudögum og átta dagsferðir sem verða um helgar. Á dagskránni hjá þessum gönguhóp er helgarferð í Þórsmörk og þá gengið yfir Fimmvörðuháls og umhverfi Þórsmerkur skoðað. 

AÐEINS HÆGT AÐ KAUPA BÆÐI VERKEFNIN Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI ÚT JANÚAR.

Umsjón: Hjalti Björnsson

Verð: 129.900, FÍ Alla leið vor og FÍ Alla leið haust, árgjald FÍ 2024 innifalið í verði.

 

Dagsskrá Fí Alla leið

Dags. Vikudagur Tími Áfangastaður Km/hækkun
20. jan Laugardagur 10:00 Hringur um Blikdal og fram á Hnefa 14km / 300m
29. jan Mánudagur 18:00 Þorbjörn 6km / 300m
3. feb Laugardagur 10:00 Reykjafell og Álútur 12km / 550m
12. feb Mánudagur 18:00 Reynisvatnsheiði 10km / 250m
17. feb Laugardagur 09:00 Vetrarfjallamennska 101 6 klst æfing
      -broddar og ísexi, skylda! ***  
26. feb Mánudagur 18:00 Múlafjall 6km / 350m
2. mar Laugardagur 09:00 Gullbringa og umhverfis Kleifarvatn 14km / 300m
11. mar Mánudagur 18:00 Geitahlíð og Stóra Eldborg 7,5km / 300m
16. mar Laugardagur 09:00 Eilífstindur *** 10km / 650m
25. mar Mánudagur 18:00 Skálafell á Mosfellsheiði 7km / 400m
8. apr Mánudagur 18:00 Reynivallaháls 7,8km / 400m
13. apr Laugardagur 09:00 Skessuhorn *** 12km / 900m
22. apr Mánudagur 18:00 Skálafell og Háleyjarbunga 7,5km / 250m
27. apr Laugardagur 09:00 Vestmannaeyjar Toppahopp * 22km / 1200m
6. maí Mánudagur 18:00 Ölver, Blákollur 8km / 650m
11. maí Laugardagur 09:00 Móskarðahnúkar, Trana og yfir í Kjós * 14km / 800m
20. maí Mánudagur 18:00 Sogin, Grænavatnseggjar og Spákonuvatn 7km / 350m
21. ágú Kynningarkvöld 20:00 TEAMS fundur  
24. ágú Laugadagur 7:00 Snækollur og Loðmundur og fl. *** 15km /800m
2. sep Mánudagsganga 18:00 Miðfell Þingvöllum 7km /350m
7.-8. sep Helgi í Þórsmörk 7:00 Fimmvörðuháls og Þórsmörk */** 35km /1500m
16. sep Mánudagur 18:00 Snókur og Snóksfjall 6km /500m
21. sep Laugadagur 8:00 Leggjarbrjótur * 18km /500m
30. sep Mánudagur 18:00 Villibað í Reykjadal 8km /350m
05. okt Laugadagur 9:00 Svartitindur 14km/600m
14. okt Mánudagur 18:00 Tröllafoss og Stardalshnúkur 6,5km /400m
19. okt Laugadagur 9:00 Þúfufjall og Digritindur 9 km /550m
28. okt Mánudagur 18:00 Helgfell í Hafnarfirði 6km /300m
02. nóv Laugadagur 9:00 Skeggi 13km / 550m
11. nóv Mánudagur 18:00 Sólarhringurinn 10km / 300m
16. nóv Laugadagur 10:00 Gamla Hvítmaga, Sólheimajökull 17km / 800m

 

* Rúta / sigling sem greiðist aukalega
** Gisting sem greiðist aukaleg
*** Jöklabúnaður nauðsynlegur
**** Í samráði við almannavarnir 

 

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Birting myndefnis:
Þátttakendur í ferðum og námskeiðum FÍ samþykkja með þátttöku sinni að félaginu sé heimilt að taka myndir eða myndbönd af þátttakendum og nota í birtingu á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prentmiðlum. Þátttakandi getur ávallt hafnað birtingu myndefnis af sér með því að senda póst á fi@fi.is.