FÍ Fyrsta skrefið

Um verkefnið 2023

FÍ Fyrsta skrefið og FÍ Næsta skrefið eru marghliða heilsuátaksverkefni sem byggjast á reglubundnum göngum á þægileg fjöll. Göngurnar eru sambland af heilsurækt og fræðslu ásamt skemmtun og ýmsum fróðleik. Gengið er á hraða við flestra hæfi. FÍ Fyrsta skrefið starfar að vori, frá janúar til maí,  lokaverkefni hópsins er ganga á Sólheimajökull. Myndir úr verkefninu.

Í maí verður boðið upp á ferð á Snæfellsjökul fyrir þáttakendur sem er valfrjáls og greiðist aukalega. Tímataka verður fyrir þessa ferð, en  gott viðmið er að geta gengið upp að steini í Esju á ca 75 mínútum.

Verkefnið er fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á fjöll og þá sem vilja koma sér aftur að stað eftir hlé. 

Eftir sumarið tekur við nýtt verkefni, FÍ Næsta skrefið, sem stendur fram til byrjun desember.

Greitt er sérstaklega fyrir hvort verkefni fyrir sig en hægt er að greiða fyrir allt árið og fá betra verð sé greitt fyrir 31. janúar.

Umsjón: Reynir Traustason og Guðrún Gunnsteinsdóttir.

Allir þátttakendur þurfa að greiða árgjald 2023 til að taka þátt í verkefninu og makar greiða hálft árgjald.

Verð: 83.500 árgjald FÍ 2023 innifalið í verði. 
Verð: 138.500 Fyrsta og næsta skrefið, árgjald FÍ 2023 innifalið í verði.

Kynningarfundur: Miðvikudaginn 4. janúar, kl. 20 á Fésbókarsíðu FÍ.

Dagskrá Fyrsta skrefsins 2022

Dags. Vikudagur Tími Áfangastaður Km/hækkun
4. jan Miðvikudagur 20:00 á Facebook síðu FÍ  
8. jan Sunnudagur 9:30 Helgafell í Mosfellsbæ og niður í Skammadal 6 km/210 m
12. jan Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
15. jan Sunnudagur 9:30 Sýlingarfell og Hagafell 5 km/ 200 m
19. jan Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
22. jan Sunnudagur 9:30 Stórhöfði við Hvaleyravatn 4 km/130 m
26. jan Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
29. jan Sunnudagur 9:00 Selfell og Sandfell 6 km/350 m
2. feb Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
4. feb Laugardagur 9:00 Reykjarborg og Lali. Sjóbað í Nauthólsvík 5 Km/280 m
9. feb Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
11. feb Laugardagur 9:00 Þorbjörn, Grindavík. Heiðursgestur: Lilja Alfredsdóttir ferðamálaráðherra 6 km/230 m
16. feb Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
18. feb Laugardagur 9:00 Vífilstaðahlíð, Grunnuvötn, Gunnhildur. Sjóbað 7 km/200 m
23. feb Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
25. feb Laugardagur 9:00 Smáþúfur 7 km/600 m
2. mar Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
5. mar Sunnudagur 8:30 Spákonuvatn, Grænavatn og Djúpavatn 8 km/260 m
9. mar Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárda 4 km/230 m
12. mar Sunnudagur 8:30 Reykjarfell við Hveradali 5 km/250 m
16. mar Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
19. mar Sunnudagur 9:00 Mosfell/Hattaganga/ Sjóbað. 5 km/260 m
23. mar Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
26. mar Sunnudagur 8:00 Arnarfell, Þingvallasveit 5km/110 m
30. mar Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
1. apr Laugardagur 9:00 Rauðsgil og Krauma. Ljóðalestur; Kári Stefánsson, leynigestir 8km/300 m
13. apr Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
15. apr Laugardagur 8:00 Stóri Kóngsfell. Broddaæfing  ** 6 km/190 m
20. apr Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
22. apr Laugardagur 8:00 Móskarðahnúkar 8 km/260 m
27. apr Fimmtudagur 18:00 Úlfarsfell frá Úlfarsárdal 4 km/230 m
29.-30.apr Helgarferð 7:00

Vík í Mýrdal - Útskriftarferð
Hjörleifshöfði, Hatta og Sólheimajökull **/***

 
         
6. - 7. maí Valkvætt 7:00

Snæfellsjökull ** / ****

10 km/1000m

 

** Jöklabúnaður nauðsynlegur
*** Gisting sem greiðist aukalega
**** Ferð sem greiðist aukalega

 

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða endurskipuleggja dagskrá fjallaverkefna félagsins vegna sóttvarnarfyrirmæla eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna, svo og ef ekki fæst næg þátttaka.

Afbókunarskilmálar fyrir fjalla-og hreyfiverkefni:

  • Afbókun eftir að verkefni er hafið: Engin endurgreiðsla.

Tryggingar: Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð. Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Birting myndefnis:
Þátttakendur í ferðum og námskeiðum FÍ samþykkja með þátttöku sinni að félaginu sé heimilt að taka myndir eða myndbönd af þátttakendum og nota í birtingu á heimasíðu, samfélagsmiðlum og prentmiðlum. Þátttakandi getur ávallt hafnað birtingu myndefnis af sér með því að senda póst á fi@fi.is.

 

Lámarks þátttaka : 20 manns