FÍ Fyrsta/Næsta skrefið

Næsta skrefið

Heilsurækt á fjöllum.
Eitt fjall á viku og Úlfarsfell alla fimmtudaga. Sjálfstætt framhald eftir Fyrsta skrefið.

Umsjónarmenn verkefnisins eru: Reynir Traustason og Ólafur Sveinsson.
Fyrir hverja?

Allir sem eru við sæmilega heilsu geta tekist á við verkefnið.

Hvað er í boði?

21 helgarganga til áramóta og vikulegar göngur á Úlfarsfellið eru bónus. Alls eru göngurnar rúmlega 40.

Tilgangur:

Bætt heilsa. Betri líðan. Aukinn styrkur. Góður félagsskapur. Meiri lífsgæði. Upplifun.  Gaman.

Aðferðin
:
Gengið á þægilegum hraða við allra hæfi. Fjallgöngur sem heilsurækt.
Ómælt súrefni og hreint loft.
Hverfandi svitalykt eða þungt loft. Reglubundnar æfingar.
Fræðsla um fjöll og firnindi. Skemmtun á fjöllum. Öryggið í fyrirrúmi. Ástundun, elja og úthald.

Árangurinn:

Stóraukið þol. Betri heilsa. Vöðvauppbygging. Nýjar víddir opnast fólki. Vinabönd myndast. Náttúrupplifun á heimsmælikvarða.
Hefðbundin ganga er brotin upp með æfingum (Haukurinn) og kaffihléi á toppnum. Fræðsla um svæðið og jarðfræði þess. Þá er einkennislag hópsins, sungið að vanda. Teygjuæfingar.

Fyrir Næsta skrefið greiðir fólk 50.000 krónur fyrir utan félagsgjald, 7.700 kr.  Möguleiki er á að skipta greiðslum. Úlfarsfell er ókeypis.


Hvernig?

Fólk safnast saman á tilsettum tíma við höfuðstöðvar FÍ vegna helgarferða. Þaðan er lagt upp á göngustað.
Í fimmtudagsgöngur á Úlfarsfell mætir fólk á bílastæðið í Úlfarsárdal þaðan sem lagt er upp.


Útbúnaður

Góðir gönguskór. Göngustafir. Léttur bakpoki með þurrum sokkum, hlýjum hönskum og vatnsheldum hlífðarfatnaði. Höfuðljós. Sólgleraugu. Smábroddar. Orkustykki. Vatn. Heitt á brúsa/Jetboil. Samloka.
Göngumenn halda hópinn. Fararstjóri fer ævinlega fremstur og annar er aftastur.


Allar upplýsingar um göngur verða kynntar jafnóðum á Facebook-síðu hópsins, Næsta skrefið , og með tölvupósti.
Gangan á Helgafell í Hafnarfirði er kynningarganga. Eftir hana þarf fólk að skrá sig.
Fjallakofinn verður með tilboð fyrir félaga í Næsta skrefinu áður en farið er í Þórsmörk.

Fimmtudagur 30. ágúst kl. 20 í risi FÍ Mörkinni 6 . Kynningarfundur.

1.september til 30. desember.
Fimmtudagsgöngur á Úlfarsfell hefjast 6. september og standa til og með 31. desember.

Laugardagur 1. september.
Helgafell í Hafnarfirði. Riddaraleiðin. Kynningarferð.
Brottför frá FÍ klukkan 09:00.. Gangan hefst kl. 09:30 og lýkur kl. 13:30.

Laugardagur 8. september.
Vörðuskeggi á Hengli um Kýrdalshrygg. Mæting við FÍ kl. 09:00.

Föstudagur 14. september- sunnudagur 16. september.
Helgarferð í Þórsmörk.

Laugardagur 22. september:
Sveifluháls endilangur. Stapatindur, Miðdegishnúkur og Hverabrekka . Mæting við FÍ klukkan 08:00. 13 kílómetrar. Fimm tímar.

Laugardagur 29. september.
Hekla.

Sunnudagur 7. október.
Vífilsfell. Mæting við FÍ kl. 09:00.

Sunnudagur 14. október.
Hafnarfjall. Geirabakarí í Borgarnesi á heimleið. 

Sunnudagur 21. október.
Fagradalsfjall og Stóri-Hrútur. Mæting við FÍ kl. 09:00.

Sunnudagur 28. október.
Ármannsfell í Þingvallasveit. Mæting kl. 09:00 við FÍ. Ekið sem leið liggur yfir Mosfellsheiði og til Þingvalla.

Laugardagur 3. nóvember.
Lambafell í Þrengslum.

Laugardagur 10. nóvember.
Skálafell á Hellisheiði.

Laugardagur 17. nóvember.
Ingólfsfjall.

Laugardagur 24. nóvember.
Akrafjall.

Laugardagur 1. desember.
Skálafell í Mosfellsdal

Laugardagur 8. desember.
Grímannsfell.

Sunnudagur 16. desember.
Áttan á Úlfarsfelli.  Jólaþema.  Brottför frá FÍ kl. 10:00.

Fimmtudagur 27. desember. 
Esjan að Steini. Ljósaganga.  Brottför frá FÍ klukkan 17:00

Föstudagur 28. desember. 
Grandi. Útskrift.

Mánudagur 31. desember. 
Gamlársdagur kl. 10. Mæting í skógræktinni í Mosfellsbæ. Gamla árið kvatt á toppnum. Úrslit í danskeppni fjallahópanna