FÍ Fyrsta skrefið

Verkefnislýsing vorið 2019

Kynningarfundur: Mánudaginn 7. janúar kl. 20 í risi FÍ, Mörkinni 6.
Verð: 58.800
. Árgjald FÍ er innifalið.

Skráning

Fjallaverkefnið FÍ Fyrsta skrefið er öllum opið og er tilgangurinn að kynna fjallgöngur sem skemmtilega og árangursríka heilsurækt. Ávinningurinn er bætt heilsa, betri líðan og aukin styrkur, allt unnið í frábærum félagsskap.

Hefðbundin ganga er brotin upp með æfingum og kaffihléi á toppnum. Fararstjórar fræða um svæðið, jarðfræði og sögu. Göngumenn halda hópinn allan tímann þar sem einn fararstjóri fer ævinlega fremstur og annar er aftastur. Göngum lýkur svo með teygjuæfingum.

Á dagskránni eru 19 fjallgöngur, þar af 16 helgargöngur og þrjár kvöldgöngur. Gengið er á þægileg fjöll á hraða við allra hæfi. Byrjað er létt og erfiðleikastigið stigmagnast svo eftir því sem líður á vorið. Endað er á útskriftargöngu á eitt af ástsælustu fjöllum þjóðarinnar, Snæfellsjökul.

Umsjónarmenn eru Sigrún Sæmundsen og Ólafur Sveinsson.

Dagskrá FÍ Fyrsta skrefsins vorið 2019

HVENÆRKL.HVAÐHVAR
7. jan 20:00 Kynningarfundur FÍ ris , Mörkinni 6
12. jan. 9:30 í Mörkinni 6  Kynningarganga Búrfellsgjá. 6 km / 50 m / 2-3 klst. 
 19. jan. 9:00 Laugardagsganga Skógarganga í Esju. 5 km / 300 m /. 2-3 klst
26. jan. 9:00 Laugardagsganga Húsfell. 7 km / 250 m / 3-4 klst.
3. feb. 9:00 Sunnudagsganga

Meðalfell. 5 km / 300 m / 2-3 klst.

10. feb. 9:00 Sunnudagsganga Reykjafell og Reykjaborg. 6 km / 340 m / 2-3 klst.
17. feb 9:00 Sunnudagsganga Vatnahringur í Heiðmörk. 7,5 km / 3-4 klst.
24. feb 9:00 Sunnudagsganga Búrfell í Grímsnesi. 7 km / 500 m / 4-5 klst.
2. mars 9:00 Laugardagsganga Þorbjörn. 6 km / 200 m / 3-4 klst.
9. mars 9:00 Laugardagsganga Grindarskörð og Bollar. 9 km / 240 m / 3-4 klst.
16. mars 9:00 Laugardagsganga Eldvörp. 12 km / 50 m / 4-5 klst.
23. mars 9:00 Laugardagsganga Stóri Meitill. 7 km / 480 m / 3-4 klst.
30. mars 9:00 Laugardagsganga Trölladyngja og Lambafellsgjá. 6 km / 300 m / 2-3 klst.
7. apríl 9:00 Sunnudagsganga Grímannsfell. 6 km / 500 m / 2-3 klst.
13. apríl 9:00 Laugardagsganga Keilir. 9 km / 200 m / 4-5 klst.
17. apríl 18:00 Miðvikudagsganga Helgafell í Hafnarfirði. 8 km / 300 m / 3-4 klst.
23. apríl 18:00 Þriðjudagsganga Broddaganga. 2-3 klst.
28. apríl 9:00 Sunnudagsganga Móskarðshnúkar. 8 km / 800 m / 4-5 klst.
30. apríl 18:00 Þriðjudagsganga Úlfarsfell. 6 km / 250 m / 2-3 klst.
4. maí 9:00 Laugardagsganga Snæfellsjökull. 12 km / 1200 m / 7-9 klst. *

 

* Rúta sem greiðist aukalega og jöklabúnaður nauðsynlegur

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða annarra orsaka.

Skráning í FÍ Fyrsta skrefið

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Síðasti skráningardagur er 4. febrúar.

Loading...