FÍ Næsta skrefið

Verkefnislýsing haustið 2019

Kynningarfundur: Miðvikudaginn 28. ágúst kl. 20 í risi FÍ, Mörkinni 6.
Verð: 45.000- eða 52.800
- með árgjaldi FÍ.

Ferðafélag Íslands áskilur sér rétt til að innheimta árgjald 2019 hafi félagsverð verið greitt án virkrar félagsaðildar.

Skráning

Næsta skrefið 2019 er sjálfstætt framhald af Fyrsta skrefinu. Kynningarfundur verður miðvikudaginn 28. ágúst kl. 20 í risi Ferðafélags Íslands. Verkefnið er marghliða heilsuátak sem hefst í september og lýkur í desember.

Uppistaða verkefnisins eru fjallgöngur á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Einnig eru þau nýmæli að hjólað verður í nokkrum tilvikum. Þá verður kennd dansleikfimi, Zúmba, í sal Ferðafélags Íslands ef næg þátttaka fæst. Farið verður reglulega í sjósund undir handleiðslu leiðbeinanda.

Næsta skrefið hentar langflestum. Fólk þarf aðeins að hafa lágmarksgetu til að takast á við verkefnin. Verkefnisstjóri er Reynir Traustason.

Dagskrá FÍ Næsta skrefsins haustið 2019 (september - desember)

Miðvikudagur, 25 ágúst. Kl. 20. Kynningarfundur.
Sunnud. 15. september., kl. 09:00. Helgarfell í Hafnarfirði . Kynningarganga.,
Fimmtud. 19. september. Kl. 17:00. Reiðhjól og sjósund í Nauthólsvík.
Sunnud. 22. september. Kl. 08:00. Akrafjall, Geirmundartindur . Guðlaug eftir göngu.
Fimmtud. 26. september. Kl. 17:00. Reiðhjól og sjósund.
Sunnudagur 29.september. Kl. 09:00. Trölladyngja/Grænadyngja .
Fimmtudagur 3 október. Kl. 17:00 Reiðhjól og sjósund.
Laugardagur 5. október kl. 09:00. Stóri-Hrútur.
Fimmtudagur 10 október. Kl. 17:00. Hjólreiðar og sjósund.
Laugardagur 12. október kl. 09:00. Vífilsfell.
Fimmtudagur 17 október. Kl. 17:00. Hjólreiðar og sjósund. .
Laugardagur 19. október kl. 09:00. Mosfell. Hattaþema.
Fimmtudagur 24 október Kl. 17:00. Hjólreiðar og sjósund.
Laugardagur 26. október kl. 09:00. Skálafell í Mosfellsdal.
Fimmtudagur 31. október. Kl. 20. Zúmba í sal Ferðafélags Íslands.
Sunnudagur 3. nóvember. Kl. 09:00. Sveifluháls. Hverabrekka.
Fimmtudagur 7. nóvember. Kl. 20. Zúmba í sal Ferðafélags Íslands.
Sunnudagur 10. nóvember. Kl. 09:00. Reykjaborg og Lali.
Fimmtudagur 14. nóvember. Kl. 20. Zúmba í sal Ferðafélags Íslands.
Sunnudagur 17. nóvember. Kl. 09:00. Helgafell í Mosfellsbæ.
Fimmtudagur 21. nóvember. Kl. 20. Zúmba í sal Ferðafélags Íslands..
Sunnudagur 24. nóvember. Kl. 09:00. Þorbjörn.
Fimmtudagur 28. nóvember. Kl. 17:30. Hjólreiðar og sjósund.
Laugardagur 30. nóvember. Æsustaðafell-Reykjafell.
Fimmtudagur 6. desember. Kl. 17:30. Sjósund í Nauthólsvík.
Laugardagur 8. desember. Kl. 10. Úlfarsfell. Áttan. Jól í skóginum. Jólaþema.
Fimmtudagur. 13. desember. 17:30 Sjósund í Nauthólsvík.
Laugardagur 15.. desember. Kl. 10. Öskjuhlíð. Útskrift.
Gamlársdagur. Kl. 10. Úlfarsfell frá skóginum . Zúmba á toppnum. Áramótaþema. Blys og
kampavín.

* Rúta sem greiðist aukalega og jöklabúnaður nauðsynlegur

Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs eða annarra orsaka.

Skráning í FÍ Næsta skrefið

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

 

 

 

 

 
Loading...