Eldri og heldri göngurnar

Mynd tekin í einni af göngum hópsins.
Mynd tekin í einni af göngum hópsins.

Fyrir nokkrum vikum fór af stað nýtt verkefni hjá FÍ sem nefnist Eldri og heldri göngur en þær eru opnar öllum á eftirlaunaaldri. Verkefnið er félagsmönnum að kostnaðarlausu en aðrir geta tekið þátt gegn vægu gjaldi. Heiðrún Ólafsdóttir hefur umsjón með verkefninu sem gengur út á tvær göngur í viku fram í byrjun maí.

Gengið á flatlendi.

Að sögn Heiðrúnar er gengið að mestu á jafnsléttu og henta göngurnar því vel fyrir þau sem eru hætt að ganga á brattan. Gott sé að miða við að geta gengið í að minnsta kosti 30 mínútur án þess að stoppa. Hún segir hópinn ganga í um það bil klukkustund en að það lengist líklega aðeins hækkandi sól. 

Enn hægt að taka þátt.

Þessa dagana eru um 15-20 manns sem ganga saman en Heiðrún ítrekar að ekki sé of seint að bætast í hópinn. Hún hvetur fólk til að smella broddunum á skóna, munda göngustafina og drífa sig út, enda sé fátt meira hressandi en góð ganga. 

Hvernig á að skrá sig?

Hægt er að skrá sig á heimasíðu Ferðafélagsins eða með því að hafa samband við skrifstofu FÍ.

Frekari upplýsingar og skráning

Facebook síða hópsins

Fyrir þau sem vilja vita enn meira um verkefnið þá var Heiðrún í viðtali í Mannlega þættinum á Rás 1 á dögunum.

Viðtal í Mannlega þættinum