Morgungöngur hefjast 1.maí.

Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir leiða morgungöngur FÍ.
Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir leiða morgungöngur FÍ.

Hinar árlegu morgungöngur Ferðafélags Íslands hefjast mánudaginn 1. mai. Vegna þess að um almennan frídag er að ræða hefst ganga kl. 09.00 að morgni í stað kl. 06.00 eins og venja er. Fátt er betra en hið fríska morgunloft. Aðra daga en mánudag verður farið af stað kl. 06.00 að vanda.
Fjöllin eru hin sömu og venjulega: Helgafell við Hafnarfjörð, Mosfell, Úlfarsfell, Helgafell við Mosfellsdal og loks Esjan að Steini á föstudag. Sjá nánar hér. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á ljóðalestur í morgungöngum enda ljóð besta vítamín fyrir sálina og þannig hægt að næra hana um leið og líkamann í góðri fjallgöngu.
Fjallaskáld Ferðafélags Íslands 2023 er Sigmundur Ernir Rúnarsson, höfundur fjölmargra ljóðabóka og rithöfundur. Hann ber þennan lárviðarsveig að þessu sinni og mun lesa úr verkum sínum við upphaf hverrar göngur og eftir þörfum þegar komið er á toppinn.
Umsjónarmenn Morgungangna eins og oft áður eru þau Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.