Ferðafélag Íslands gefur út göngukort með gönguleiðum og örefnum af gosstöðvum í Geldingadölum og áhrifasvæði þess.

Guðni Th. Jóhannesson forseti keypti fyrsta eintakið af gönguleiða- og örnefnakorti FÍ af Geldingadö…
Guðni Th. Jóhannesson forseti keypti fyrsta eintakið af gönguleiða- og örnefnakorti FÍ af Geldingadölum og nágrenni. Guðni er hér ásamt Tómasi Guðbjartssyni sem er höfundur kortsins.

Göngu- og örnefnakort af Geldingadölum

 

Út er komið kort af Geldingadölum sem sýnir gosstöðvarnar og umhverfi þeirra ásamt helstu örnefnum. Kortið er gefið út af Ferðafélagi Íslands og byggir á nýjustu gögnum, m.a. loftmyndum af hrauninu.

Tilgangurinn með útgáfunni er að hvetja fólk til gönguferða um Reykjanes og kanna mismunandi gönguleiðir að gosinu. Um leið er reynt að beina göngufólki á slóða sem þegar eru fyrir hendi og merktir eru á kortinu – og þannig reynt að koma í veg fyrir óþarfa gróðurskemmdir og átroðning í nágrenni gosstöðvanna.

Kortinu fylgir stutt lýsing á helstu gönguleiðunum en einnig hvernig nálgast má útbúnaðarlista fyrir gönguna og nýjustu veðurspá. Loks er á kortinu kóði þar sem með farsíma er hægt að hlaða inn nýjustu útgáfu kortsins rafrænt og fá þannig uppfærðar upplýsingar umn útbreiðslu hraunsins og hvort gönguleiðir hafi hugsanlega lokast.

Prentúgáfa kortsins verður til sölu bæði á íslensku og ensku í helstu útvistarverslunum en einnig á skrifstofu Ferðafélags Íslands. Hér á vefsíðu Ferðafélagsins er hægt að kaupa rafræna útgáfu kortsins en þeir sem kaupa prentútgáfuna fá að auki ókeypis aðgang að rafræna kortinu.

 

Verðið er 1000 kr og allur ágóði af sölu kortanna rennur til björgunarsveitanna.   

Hægt er að kaupa kortið með því að leggja kr. 1000 inn á reikning 370 26 026810, kt. 530169 3759.  Einnig í gegnum vefverslun FÍ með því að smella á kaupa kort hér fyrir neðan. 

Kaupa kort

Höfundur kortsins er Tómas Guðbjartsson, sem veitt getur frekari upplýsingar

tomasgudbjartsson@hotmail.com

gsm: 8255016