FÍ jóga og göngur

Í jóga og gönguferð úti í náttúrunni leitar maður inn á við, slakar á, hleður batteríin og styrkir líkama og sál.
Í jóga og gönguferð úti í náttúrunni leitar maður inn á við, slakar á, hleður batteríin og styrkir líkama og sál.

FÍ Jóga og göngur er verkefni fyrir alla sem vilja njóta útivistar ásamt því að læra aðferðir til að draga úr streituviðbrögðum og ná slökun.

Verkefnið stendur frá janúar til maí og í hverri viku er farið í eina stutta og rólega gönguferð í nágrenni Reykjavíkur og í einn djúpslökunartíma í jóga Nidra á neðri hæð Bústaðakirkju.

Þetta er hópur fyrir þá sem vilja njóta en ekki þjóta og langar til að gera útivist og jóga að lífsstíl. Verkefnið er í samstarfi við Hugarsetrið.

Umsjón: Edith Gunnarsdóttir. 

Kynningarfundur: Fimmtudaginn 9. janúar kl. 20 í risi FÍ, Mörkinni 6.
Verð: 67.900 kr. Árgjald FÍ er innifalið. Skráning 

Dagskrá FÍ Jóga og göngur 2020

Hvenær Klukkan Hvað Hvar
29. jan 18:00 Kynningarganga Búrfellsgjá í Heiðmörk. 5,5 km/100 m
31. jan 17:15 Jóga Nidra Neðri hæð Bústaðakirkju
5. feb 18:00 Ganga Valahnúkar í Hafnarfirði. 4,5 km/100 m
7. feb 17:15 Jóga Nidra Neðri hæð Bústaðakirkju
12. feb 18:00 Ganga Lyklafell. 4 km/120 m
14. feb 17:15 Jóga Nidra Neðri hæð Bústaðakirkju
19. feb 18:00 Ganga Reykjafell í Mosfellsdal. 4 km/150 m
21. feb 17:15 Jóga Nidra Neðri hæð Bústaðakirkju
26. feb 18:00 Ganga Helgafell í Mosfellsdal. 4 km/160 km
28. feb 17:15 Jóga Nidra Neðri hæð Bústaðakirkju
4. mar 18:00 Ganga Æsustaðafjall í Mosfellsdal. 3 km/180 m
6. mar 17:15 Jóga Nidra Neðri hæð Bústaðakirkju
11. mar 18:00 Ganga Úlfarsfell. 4 km. 210 m hækkun
13. mar 17:15 Jóga Nidra Neðri hæð Bústaðakirkju
18. mar 18:00 Ganga Hafrahlíð, Lali og Reykjaborg. 5,5 km/220 m
20. mar 17:15 Jóga Nidra Neðri hæð Bústaðakirkju
25. mar 18:00 Ganga Mosfell í Mosfellsdal. 4 km/230 m
27. mar 17:15 Jóga Nidra Neðri hæð Bústaðakirkju
1. apr 18:00 Ganga Helgafell í Hafnarfirði. 5 km/250 m
3. apr 17:15 Jóga Nidra Neðri hæð Bústaðakirkju
8. apr 18:00 Ganga Keilir á Reykjanesi. 7,5 km/290 m
    PÁSKAFRÍ  
15. apr 18:00 Ganga Trölladyngja og Grænadyngja. 7,5 km/310 m
17. apr 17:15 Jóga Nidra Neðri hæð Bústaðakirkju
22. ap 18:00 Ganga Þyrill í Hvalfirði. 8 km/390 m
24. apr 17:15 Jóga Nidra Neðri hæð Bústaðakirkju
1.-3. maí   Heilsuhelgi Þórsmörk eða Landmannalaugar *


*  Farið með rútu ef næg þátttaka næst, greiðist aukalega.
Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar vegna veðurs og/eða annarra aðstæðna.

Skráning í FÍ Jóga og göngur

Skráning í verkefnið er hér að neðan. Veljið fjölda þátttakanda og smellið á græna BÓKA hnappinn.

Þegar þú ert búin að fylla út allar upplýsingar og samþykkja skilmálana smellirðu á bláa GREIÐA hnappinn og þá ertu fluttur yfir á greiðslusíðu Valitors, þar sem hægt er að ganga frá greiðslunni með debet eða kreditkorti.

Hægt er að skipta greiðslunni í allt að 12 mánuði. Nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ í síma 568 2533.