FÍ Útideildin

Það er gaman að sjá hversu margir eru byrjaðir að stunda útivist og því erum við mjög spennt að kynna þetta gönguverkefni sem leitt er af þeim Örvari Aðalsteinssyni og Þóru Björk Hjartardóttur. Verkefnið, sem hefst um miðjan maí og endar í október, er hugsað fyrir útivistarfólk sem vill hittast reglulega og stunda skemmtilega útivist en gengið er um áhugaverðar ferðaslóðir og fjöll. Hlé er tekið á göngunum yfir hásumarið. 

Styttri göngurnar fara fram alla miðvikudaga og hefjast klukkan 18:00 en einn laugardag í mánuði er farið í lengri dagsferð.

Við bjóðum áhugasömum í opnar kynningargöngur miðvikudagskvöldið 13. maí og laugardaginn 16. maí.

Nánari upplýsingar og skráning