FÍ Vorkvöld í Reykjavík

Séð yfir borgina af Úlfarsfelli.
Séð yfir borgina af Úlfarsfelli.

Stundum leitum við langt yfir skammt og gleymum að það er heilmikla sögu að finna allt í kringum okkur. Því kynnum við nýtt verkefni sem samanstendur af átta stuttum kvöldgöngum í Reykjavík. Um er að ræða sögustundir í umsjón Páls Ásgeirs Ásgeirssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur en hver ganga er 1,5 til 2ja klukkustunda löng. 

Þetta er kjörin leið til að njóta kvöldloftsins í skemmtilegum félagsskap og fræðast í leiðinni um sögu Elliðárdalsins, fara í fótspor Megasar, læra gildi loftæfinga og gera jafnvel nokkrar Mullersæfingar svo eitthvað sé nefnt.

Nánari upplýsingar og skráning