Fjallaskíðamennska í stöðugri sókn

Helgi Jóhannesson glaðbeittur á svip í fjallaskíðaferð á leið á Eyjafjallajökul. (Mynd: Ólafur Már Björnsson)
Helgi Jóhannesson glaðbeittur á svip í fjallaskíðaferð á leið á Eyjafjallajökul. (Mynd: Ólafur Már Björnsson)

Fjallaskíðaferðir njóta aukinna vinsælda ár eftir ár og nú sem endranær hefur FÍ spennandi ferðir á boðstólum.

„Fjallaskíðaferðir hafa verið í stórsókn undanfarin ár, enda ekki skrýtið þetta er meiriháttar gaman,“ segir Helgi Jóhannesson leiðsögumaður hjá FÍ, um vaxandi áhuga fólks á fjallaskíðaferðum.  Helgi er einn af leiðsögumönnum fjallaskíðaferða FÍ.

Fjallaskíðun lengir skíðatímabilið
„Fjallaskíði opna nýjar víddir í skíðamennsku, við höfum endalaust af flottum fjöllum til að skíða og svo má lengja skíðatímabilið með fjallaskíðamennsku því hefbundin skíðasvæði loka meira og minna fljótlega eftir páska. Það er ekki óalgengt að hægt sé að fara í fjallaskíðaferðir við góðar aðstæður langt frameftir sumri hér á landi,“ segir Helgi.  


Mynd: Ólafur Már Björnsson

Lengri dagar á skíðum í frábæru færi
„Að stunda skíðin svona á vorin er meiriháttar gaman, vorskíðun er öruggari upp á snjóflóð og annað.  Snjórinn er ekki nýr og vindblásinn heldur dæmigerður vorsnjór sem er gamall og býður oft upp á frábært færi. Vorin eru frábær til skíðaiðkunnar, dagarnir eru lengri og við getum skíðað langt frameftir kvöldi og jafnvel fram á nótt,“ segir Helgi.

Helgi minnir einnig á mikilvægi þess að stunda fjallaskíðamennsku í hóp og gæta vel að leiðarvali.

Fjallaskíðaferðir í boði í ferðaáætlun FÍ 2019:
Eyjafjallajökull á fjallaskíðum, 30. mars
Ljósufjöll á fjallaskíðum, 13. apríl
Hvannadalshnúkur á fjallaskíðum, 11. maí og 30. maí
Hekla á fjallaskíðum, 15. júní

Nánari upplýsingar og skráning skíðaferð

 


Mynd: Ólafur Már Björnsson

Örugg vetrarfjallamennska og snjóflóðanámskeið
Lykill að öruggri vetrarfjallamennsku er að kunna að lesa í aðstæður. Hjá FÍ er boðið upp á tveggja daga snjóflóðanámskeið, 24. og 26. janúar þar sem farið yfir lykilatriði varðandi vetrarfjallamennsku og brattlendi.  Leiðbeinandi á þessu námskeiði er Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands.

Nánari upplýsingar og skráning á snjóflóðanámskeið



Umræða um fjallaskíði í Áttavitanum, hlaðvarpi FÍ
Hér má hlusta á þátt Áttavitans, hlaðvarps FÍ um fjallaskíði og fjallaskíðaferðir þar sem Helgi Jóhannesson og Tómas Guðbjartsson fjalla um þessa tegund útivistar sem hefur tekið þá félaga svo föstum og ánægjulegum tökum.