Gjafabréf FÍ er góð gjöf

Frá Hafnarfjalli í haust með opna hópnum Gengið á góða spá.
Frá Hafnarfjalli í haust með opna hópnum Gengið á góða spá.

Það er þessi tími árs sem við gleðjum sérstaklega fjölskyldu og vini með samveru og góðum gjöfum. Eins og allir vita sem stunda útivist þá eru fátt sem gleður meira en dagur í náttúru Íslands nema þá margir dagar. Það er því bæði falleg og góð gjöf að gefa fólki færi á að njóta útivistar í öruggum höndum FÍ en eins og sjá má á ferðaáætlun næsta árs er eitthvað í boði fyrir alla. Ekki bara allan aldur heldur líka fyrir vana og þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í útivist.

Ferðir 2020

Fjalla- og hreyfihópar 2020

Við minnum því á gjafabréfin okkar sem nota má upp í félagsgjöld, dagsferðir, lengri ferðir, fjalla- og hreyfihópa og hvað annað sem í boði er hjá okkur. Það er vart til dýrmætari gjöf en sú sem bætir heilsuna, bæði þá líkamlegu og andlegu en ekki síður þá félagslegu. Að ógleymdum öllum minningum sem skapast og er vart hægt að meta til fjár.

Það er hægt að velja á milli ólíkra upphæða á gjafabréfunum og ganga frá kaupunum hér á síðunni eða koma við hjá okkur í Mörkinni 6. 

Gjafabréf Ferðafélagsins