FÍ Göngur og gaman

Hringsjá á Þverfellshorni.
Hringsjá á Þverfellshorni.

Þverfellshorn, Steinn og Kerhólakambur. Þetta er bara brot af því sem Esjan hefur upp á að bjóða.

Því bjóðum við upp á nýtt verkefni í maí og júní sem heitir FÍ Göngur og gaman. Edith Gunnarsdóttir og Örlygur Steinn Sigurjónsson leiða hóp göngufólks um Esjuhlíðar í átta fjallgöngum þar sem gengið verður á tuttugu toppa. Gengið verður annað hvert þriðjudagskvöld og annan hvern laugardag eða sunnudag. Á þriðjudagskvöldum verða styttri gönguleiðir á Esjunni fyrir valinu en um helgar verða gönguleiðirnar lengri.

Þátttakendur þurfa að hafa einhverja reynslu af fjallgöngum en verkefnið hentar öllum sem vilja hafa gaman á fjöllum og eru í meðalgóðu gönguformi.

Við höldum kynningarfund um verkefnið þann 12. maí kl. 20:00 í sal FÍ í Mörkinni 6

Nánari upplýsingar og skráning