Nýjar ferðir, verkefni og fleiri námskeið

Fjölmörg námskeið í boði um þessar mundir hjá FÍ og verið að bæta við fleiri námskeiðum, verkefnum o…
Fjölmörg námskeið í boði um þessar mundir hjá FÍ og verið að bæta við fleiri námskeiðum, verkefnum og ferðum.

Vegna mikillar eftirspurnar þá erum við að bæta við nýjum ferðum og verkefnum. Meðal annars leiðangri yfir Vatnajökul með Vilborgu Örnu pólfara, ókeypis fræðslunámskeiði fyrir félagsmenn FÍ um notkun brodda og ísaxar, kynningarnámskeiði um ferðaskíðamennsku og styttri ferðir á ferðagönguskíðum (utanbrautarskíðum).

Einnig verða nýjar sumarleyfisferðir kynntar á næstunni en fullbókað er í fjölmargar ferðir sumarsins. Á fimmtudag verður dregið úr óskaferðaleik FÍ og enn tækifæri til að skrá óskaferðina sína og komast þannig í pottinn. Sjá á facebókarsíðu FÍ.