Nýtt! Göngur fyrir eldri og heldri

Nýtt verkefni er að fara af stað hjá FÍ sem kallast FÍ Eldri og heldri göngur. 

Það er í umsjón Heiðrúnar Ólafsdóttur en gengið verður tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum. Mánudagsgöngurnar eru alltaf í Elliðaárdalnum en á miðvikudögum er gengið á mismunandi stöðum.  Fyrsta gangan er mánudaginn 10. febrúar og sú síðasta 6. maí. 

Þátttaka er ókeypis fyrir félaga í Ferðafélaginu en aðrir geta tekið þátt gegn vægu gjaldi. 

Nánari upplýsingar um FÍ Eldri og heldri göngur