Skyndihjálp í óbyggðum

 Skyndihjálp og óhöpp í óbyggðum: 4., 6., og 11. apríl - 3 kvöld

Þriggja kvölda námskeið fyrir göngufólk í skyndihjálp og viðbrögðum við óhöppum í óbyggðum.
Eftir stutta upprifjun á grunnatriðum skyndihjálpar er lögð áhersla á viðbrögð við slysum, veikindum og ýmsum aðstæðum sem geta mætt ferðafólki fjarri byggð. Verklegar æfingar og raunhæf verkefni. Farið yfir frásagnir af slysum og viðbrögð við óhöppum rædd. Námskeiðið endar á útiæfingu þar sem þátttakendur þurfa að fást við slasað ferðafólk.

Leiðbeinendur: Ævar og Örvar Aðalsteinssynir.

InnifaliðKennsla og verklegar æfingar.