Fjallaskíðaferð

Pakkað fyrir fjallaskíðaferð

Listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

 

Göngufatnaður

 • Sokkar (ull eða gerviefni)
 • Ullarnærföt (bolur og síðar buxur)
 • Síðerma millilag (ull eða gerviefni)
 • Buxur (soft shell eða annað)
 • Jakki (soft shell eða annað)
 • Primaloft eða léttur dúnjakki
 • Vind og vatnsheldur jakki með öndun (skel)
 • Vind og vatnsheldar buxur með öndun (skel)
 • Hanskar
 • Hlýjar lúffur
 • Húfa (flís eða ull)

Skíðabúnaður

 • Fjallaskíðaskór
 • Fjallaskíði
 • Skíðastafir (stillanlegir)
 • Skíðastrappar (til að festa skíði á bakpoka)
 • Skinn á skíði
 • Skíðabroddar
 • Broddar undir skó (jöklabroddar)
 • Skíðahjálmur
 • Snjóflóðaýlir (stafrænn/digital ýlir með 3 loftnetum)
 • Skófla (samanbrjótanleg)
 • Snjóflóðastöng (240cm eða lengri)
 • Ísexi
 • Belti með karabínu

Í dagpokanum

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
 • Höfuðljós
 • Smurt nesti fyrir daginn
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsflaska og hitabrúsi (2L af vökva)
 • Sólarvörn og varasalvi (SPF 30 eða meira)
 • Myndavél og kíkir
 • Sólgleraugu / skíðagleraugu
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Sími
 • Vasahnífur

Öryggisbúnaður

 • Belti með karabínu
 • Jöklalína (hjá fararstjóra)
 • Sprungubjörgunarbúnaður (hjá fararstjóra)
 • Snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng og skófla ef ferðast er um möguleg snjóflóðasvæði