Ferð: Hagavatn

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei

Hagavatn

Land í hættu
Lýsing

Svæðið við Hagavatn er stórbrotið og síbreytilegt. Þar hafa jökulhlaup mótað og endurmótað landslagið, en einnig má sjá merki um að svæðið hafi áður verið algróið og víða þakið birkikjarri.

Í þessari fræðslu- og gönguferð, sem er í samstarfi við Landvernd, verður skoðað hvernig náttúruöflin hafa skapað þetta svæði og rætt um fyrirhuguð virkjunaráform og áhrif þeirra á landslag og náttúru. Svæðið er í biðflokki í rammaáætlun. Áform eru uppi um að reisa 9,9 MW virkjun sem fellur utan rammaáætlunar og veldur óbætanlegum spjöllum á víðernum, landslag og náttúru.

Rúta fer frá Reykjavík að Gullfossi, þaðan um svokallaðan línuveg sunnan Langjökuls að Mosaskarðsfjalli. Þar er víðsýnt og gott að átta sig á landsháttum og náttúrufari.

Brottför/Mæting
Kl. 9 með rútu frá Reykjavík
Fararstjórn

Björgólfur Thorsteinsson, Ólafur Örn Haraldsson og  Tryggvi Felixson.

Innifalið
Rúta og fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir bakpokaferð

Þegar gengið er með allt á bakinu er nauðsynlegt að skera útbúnað niður eins og hægt er, án þess að sleppa nauðsynjum. Hafið bakpokann ekki þyngri en þið treystið ykkur til að bera. Hæfileg þyngd fer eftir líkamsástandi hvers og eins en oft er miðað við að bakpoki skuli ekki vera þyngri en 15-20% af líkamsþynd þess sem ber hann.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála, þá má í flestum skálum Ferðafélags Íslands finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis/kamars með klósettpappír.

Ýmislegt

  • Bakpoki, ekki of stór
  • Svefnpoki, léttur og hlýr
  • Bakpokahlíf / plastpokar inn í bakpokann
  • Tjald og tjalddýna
  • Göngustafir
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Höfuðljós
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Broddar, ef þurfa þykir
  • Peningar
  • Hleðslubanki

Snyrtivörur / sjúkravörur

  • Hælsærisplástur, plástur og teygjubindi
  • Verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Tannbursti og tannkrem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið handklæði / þvottapoki
  • Sólvarnarkrem og varasalvi
  • Eyrnatappar

Mataráhöld / eldunartæki

  • Prímus, eldsneyti og pottur
  • Eldspýtur
  • Diskur og drykkjarmál
  • Hnífapör
  • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Vasahnífur / skæri

Fatnaður

  • Góðir gönguskór
  • Vaðskór / skálaskór
  • Tvö pör mjúkir göngusokkar
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Nærbuxur til skiptana
  • Nærföt, ull eða flís
  • Flís- eða ullarpeysa
  • Millilag úr ull eða flís
  • Göngubuxur
  • Stuttbuxur
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar

Matur

  • Frostþurrkaður matur
  • Núðlur eða pasta í pokum
  • Haframjöl
  • Smurt brauð og flatkökur
  • Hrökkbrauð og kex
  • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Kakó, te og/eða kaffi
  • Súpur
  • Krydd, t.d. salt og pipar

Fróðleikur

Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.

Boðið verður upp á tvennskonar gönguleiðir:

  • 2 skór: Ganga frá Mosaskarði, yfir göngubrú á Farinu og að skála FÍ við Einifell þar sem rútan bíður hópsins.
  • 1 skór: Rútuferð frá Mosaskarði og eins langt og fært er að Farinu, þaðan er gegnið að Hagavatni og Nýjafossi.
  • Sunnudagur 30. ágúst til vara ef veðurspá er óheppileg