Hvannadalshnjúkur
- Lýsing
Árleg hvítasunnuferð FÍ á Hvannadalshnjúk (2110 m). Gengin er Sandfellsleið um Sandfellsheiði. Þessi fjallganga er verðug áskorun hverjum göngugarpi enda löng. Þátttakendur þurfa að vera í góðu líkamlegu formi og hafa stundað fjallgöngur markvisst í 6–8 vikur fyrir gönguna á Hvannadalshnjúk. Gott viðmið er að geta gengið upp að Steini á Esjunni á um klukkutíma.
Í þessari ferð verður gengið á einn af hundrað hæstu tindum landsins. Sjá nánar .
- Brottför/Mæting
- Aðfaranótt laugardags frá bílastæðinu við Sandfell.
- Fararstjórn
- Innifalið
- Fararstjórn.
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð á jökli
Ísland liggur við heimskautsbaug og alltaf má búast við vondum veðrum, sér í lagi þegar ferðast er á há fjöll eða jökla. Jafnframt krefjast jöklaferðir margvíslegs öryggisbúnaðar og því er dagpoki jöklaferðalangs töluvert þyngri en þegar gengið er á lægri fjöll utan jökla.
Athugið að enginn skyldi ferðast einn á jökli. Á sprungusvæðum jökla þarf að ganga í línu og lágmarkið er þrír í línu. Aðeins þeir sem hafa góða þekkingu á sprungubjörgun ættu að ferðast án fararstjóra á jökli.
Listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir uppháir gönguskór úr leðri eða stífir jöklaskór
- Mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís
- Peysa úr ull, flís eða mjúkskel
- Göngubuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi. Nauðsynlegt er að taka nóg af vatni þegar ferðast er lengi á jökli
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar
- Hleðslubanki
Öryggisbúnaður
- Belti með karabínu
- Jöklabroddar sem búið er að stilla á gönguskóna
- Ísöxi
- Jöklalína (hjá fararstjóra)
- Sprungubjörgunarbúnaður (hjá fararstjóra)
- Snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng og skófla ef ferðast er um möguleg snjóflóðasvæði
Ef fjallaskíðaferð
- Fjallaskíði og stafir
- Skíðahjálmur
- Skinn undir skíðin
- Broddar undir skíðin
Fróðleikur
Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.
Undirbúningur
Þátttakendur í ferð með FÍ hafa kynnt sér leiðarlýsingu og eru meðvitaðir um landslag og aðstæður sem leið ferðarinnar liggur um. Í ferðalýsingum má finna upplýsingar um aðbúnað, áætlaðan göngutíma, vegalengdir og hækkun.
Hér má kynna sér viðmið um erfiðleikastig ferða betur.
Gönguferðir og fjallgöngur eru besti undirbúningar fyrir ferðir FÍ og má t.d. nefna gönguferðir á Úlfarsfell, Helgafell eða Esju fyrir höfuðborgarbúa eða sambærileg fjöll eftir búsetu.
Almennt er gist í svefnpokaplássum í ferðum FÍ nema annað sé tekið fram.
Gott að vita
- Sunnudagurinn 24. maí og mánudagurinn 25. maí til vara — takið dagana frá!
- Jöklabúnaður er nauðsynlegur;
- Ísexi, jöklabroddar og göngubelti með karabínu
- Gisting á eigin vegum
- Ganga: 12–15 klst.
- Hækkun: um 2000 m.
- Lámarksaldur: 16 ára
Hægt er að leigja jöklabúnað hjá Ferðafélagi Íslands fyrir þessa ferð með því að smella HÉR




