Ferð: Sólstöðuganga

Sólstöðuganga

Lýsing

Á sunnudaginn 21. des ætlum við að fagna vetrarsólstöðum með því að ganga upp á Helgafell í Mosfellssveit og heilsa sólinni sem þá stendur lægst á lofti.

Við ætlum að ganga frá bílastæðinu við Helgafell kl. 13.00 á sunnudag og ættum þá að vera á toppi fjallsins þegar sólin er um það bil hæst á himni á þessum stysta degi ársins.

Á toppnum verður lesið eitthvað sem hæfir tilefninu og sólinni heilsað.

Þessi ganga er öllum opin án endurgjalds og við hlökkum til að sjá sem flesta mæta og  sameinast til að fagna þessum fornu tímamótum.

Munið einnig að sá yðar sem á tvær smákökur gefi náunga sínum aðra þeirra.

Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis.

Brottför/Mæting
Kl. 13 frá bílastæðinu undir fjallinu að vestan.
Fararstjórn

Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
  • Hleðslubanki

Kort að upphafstað göngunar.  Smella he´r