Tröllafoss í Mosfellsdal
- Lýsing
Tröllafoss í Mosfellsdal og fjallaþyrping sunnan Móskarðshnúka
Fyrsta prjónagangan okkar í vetur er í Mosfellsdal þar sem vð skoðum hinn fallega Tröllafoss.
Göngum svo hring að fjallaþyrpingu sunnan Móskarðshnúka. Þar er áberandi Stardalshnúkur, sem skartar fallegu stuðlabergi. Ganga 7,5km og hækkun 334 m.Öll velkomin, en nauðsynlegt er að skra´ sig í gönguna.
Skrá mig í gönguna- Brottför/Mæting
- Kl. 10 við Hrafnhóla
- Fararstjórn
Ingibjörg Jónsdóttir og Hildur Björk Guðmundsdóttir
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
- Hleðslubanki
Markmið með prjónagöngum:
Er að næra bæði líkama og sál, við fá ferskt loft í lungun, góða hreyfingu og njótum þess að vera saman í góðum félagsskap.
Ef veður leyfir grípum við í prjónana og deilum sameigilegum áhuga á prjónaskap, hekli eða öðrum hannyrðum.
Prjónagöngur eru fyrir öll, óháð aldri og kyni. Byrjendur í prjónaskap eru velkomnir því boðið er upp á kennslu.
Upphafsstaður göngu:
Við hefjum gönguna við Hrafnhóla sem eru við Leirvogsánna. Ekin er Þingvallaleið u.þ.b. 7 km. og þá beygt inn að Skeggjastöðum. Áður en farið er yfir brúna við Hrafnhóla er bílunum lagt snyrtilega úti í vegkanti og þar er upphafsstaður göngunnar. Sjá kort hér