Covid-19 skála- og tjaldgisting

Uppfært 4. júní 2021.

Ferðafélag Íslands hvetur alla til að fylgja leiðbeiningum almannavarna og landlæknis og huga vel að hreinlæti, sóttvörnum og virða 2ja metra regluna.

Ferðafélag Íslands leggur sig fram um að tryggja hreinlæti og sóttvarnir í samræmi við tilmæli frá embætti landlæknis og lágmarka þannig smithættu á kórónuveiru eins og hægt er miðað við aðstæður. Eins og fram hefur komið í máli sóttvarnarlæknis er tveggja metra reglan ekki lengur regla heldur tilmæli og valkvæð.

Ferðafélag Íslands getur ekki tryggt tvo metra á milli gesta.

Gestir eru á eigin ábyrgð í skálum og tjaldstæðum Ferðafélags Íslands.

___________

Skálar:

Verkferlar varðandi þrif hafa verið endurskoðaðir með tilliti til faraldursins. Auk þess mun handspritt og sótthreinsiúðar standa til boða í öllum skálum félagsins ásamt leiðbeiningum um umgengni.

Í eldhúsum skálanna má aðeins 1 úr hverjum hópi sjá um eldamennsku í einu. Sameiginlegir snertifletir skulu vera sótthreinsaðir fyrir og eftir eldamennsku og allt leirtau þrifið rækilega eftir hverja notkun með sápu og heitu vatni. Öllum afgangsmat skal henda.

Á salernum skálasvæða félagsins verða fjöldatakmarkanir, auk þess að fólk er hvatt til að sótthreinsa snertifleti eftir notkun; s.s. handföng og borð.

Ómannaðir skálar Ferðafélagsins verða þrifnir í upphafi tímabils, auk þess sem nægilegt magn af sótthreinsiúða og spritti verður komið á staðinn. Gestir eru hvattir til að þrífa skálann í upphafi dvalar og að sjálfsögðu eftir að dvöl lýkur auk þess sem gestir þurfa að taka allt sorp þegar skálinn er yfirgefinn.

Tjaldsvæði:

Tjaldvæðum Ferðafélags Íslands verða skipt samkvæmt tilmælum frá embætti landlæknis, en við biðlum til fólks að halda viðeigandi fjarlægð á milli tjaldhópa. Hámarksfjöldi á tjaldstæðum frá 31. júlí er 100 manns. 

Leiðbeinandi merkingar verða víðsvegar á skálasvæðum okkar en ef spurningar vakna skal hafa samband við skálavörð.

Á salernum skálasvæða félagsins verða fjöldatakmarkanir, auk þess að fólk er hvatt til að sótthreinsa snertifleti eftir notkun; s.s. handföng og borð.

___________

Ferðafélagið hvetur gesti til að sýna aðgát og tillitssemi í umgengni við aðra. Hugum að hreinlæti; bæði að reglulegum handþvotti ásamt því að spritta vel hendur þegar við á.

Frekari upplýsingar um framvindu faraldursins má finna á www.Covid.is