Ferð: Búrfell í Heiðmörk

Suðvesturland

Búrfell í Heiðmörk

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar
Lýsing

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar fer af stað enn á ný. Gengið verður á fjögur fjöll þetta vorið og lýkur verkefninu með göngu þann 29 maí á Akrafjallið. Fyrsta fjallgangan af fjórum er á Búrfell í Heiðmörk, þægileg og skemmtileg ganga á alvöru eldfjall og svo verður kíkt á á helli sem gerir gönguna enn meira spennandi! Þeir garpar sem ganga á öll fjöllin fá viðurkenningarskjal og titilinn Fjallagarpur Ferðafélags barnanna. Það má líka ganga bara á eitt fjall! Fjallagarpaverkefnið er stórskemmtilegt verkefni fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í. Þeir sem vilja geta hitt okkur við upphafsstað göngunnar við bílastæði við Búrfellsgjá kl. 17. Allir að muna að koma með gott nesti og góða skó. 2-3 klst. 

Fyrir félaga í FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta! 

Brottför:

Kl. 16:30 á einkabílum frá bílastæðinu við Vífilsstaðaspítala. 

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar