Ferð: Akrafjall - lokahátíð

Suðvesturland

Akrafjall - lokahátíð

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar
Lýsing

Fjórða og síðasta fjallið í Fjallagarpaverkefninu er Akrafjall sem flestir krakkar sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa séð. Við göngum á Háahnjúk, tæplega 650 m.  
Alvöru fjallganga sem getur verið áskorun fyrir lofthrædda. Mikilvægt að fylgja leiðbeiningum fararstjóra. Útsýnið svíkur þó engan þegar upp er komið! Að lokinni göngu afhendum við Fjallagörpum viðurkenningarskjöl fyrir árangurinn. Það má hitta okkur við upphafsstað göngunnar við bílastæði á Akrafjallsvegi. Þá er ekið upp úr Hvalfjarðargöngum, Akrafjallsvegur nr. 51 ekinn þar til komið er að skilti á hægri hönd sem vísar á Akrafjall. Sá vegur ekinn að bílastæði þaðan sem gangan hefst um kl. 13:45. Gott nesti og góðir skór. 3-4 klst. 


Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta! 

Brottför/Mæting
Kl. 13 á einkabílum frá N1 í Mosfellsbæ. 

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar