Ferð: Tröll og töfrandi litir: Í Lónsöræfum 

Hálendið
Tröll og töfrandi litir: Í Lónsöræfum 
Ferðafélag Barnanna
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Ferð um eitt fallegasta svæði landsins, Lónsöræfi. Ævintýraleg ferð þar sem gengið er um litskrúðug fjöll, niður brattar skriður og um stórbrotna Tröllakróka. Ekki ferð fyrir lofthrædda en duglegir krakkar sem hafa gaman af alvöru útivist og ævintýrum munu eiga ógleymanlega daga með fjölskyldunni. Svefnpokagisting í Múlaskála í þrjár nætur.

Brottför/Mæting
Kl. 9:30 með sérútbúnum bílum frá Höfn í Hornafirði.
Fararstjórn

Dalla Ólafsdóttir og Matthías Sigurðarson.

Innifalið
Akstur, gisting og fararstjórn.

Leiðarlýsing

1.d., fimmtud.. Ekið upp á hinn alræmda Illakamb þaðan sem gengið er í tæpan klukkutíma í Múlaskála með allan farangur á bakinu. Stutt ganga til að anda að okkur umhverfinu.

2.d. Gengið um Leiðartungur að hinum ægifögru og hrikalegu Tröllakrókum. Nokkuð þægileg ganga að mestu leyti en á nokkrum stöðum þarf að fara niður brattar brekkur og styðjast við kaðla og keðjur. Ævintýraför fyrir börn og fullorðna. Leikir í skála.

3.d. Gengið að tröllkonunni Flumbru í Flumbrugili og í Víðibrekkusker. Ótrúleg litadýrð, berggangar og undur náttúrunnar eins og þau gerast fallegust. Kvöldvaka.

4.d. Tekið saman og gengið upp á Illakamb þar sem jepparnir bíða hópsins.

Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.