Ferð: Vatnaleiðin: Vösk ganga og veiði

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Vesturland

Vatnaleiðin: Vösk ganga og veiði

Ferðafélag Barnanna
Lýsing

Skemmtileg ferð þar sem gengin er gullfalleg leið frá Hreðavatni að Langavatni. Þar er dvalið í skála í tvær nætur en dagarnir eru nýttir í veiði, kajaksiglingar og göngur ásamt leikjum og kvöldvökum.

Brottför/Mæting
Kl. 8 á einkabílum frá Bifröst í Borgarfirði.
Fararstjórn

Jón Einarsson og Þóra Þráinsdóttir.

Innifalið
Gisting, trúss, veiði og fararstjórn

Fróðleikur

Eftirfarandi bækur fjalla um svæðið og þær er hægt að kaupa í vefverslun okkar.

Leiðarlýsing

1.d., fimmtud. Ekið að Hreðavatni, þaðan sem gengið er um skógivaxna ása og fell að skálanum Torfhvalastöðum við Langavatn þar sem gist er í tvær nætur. 15 km. Farangur trússaður að skálanum.

2.d. Veiðistangir teknar fram og kajak settur á flot. Veitt í Langavatni. Þeir sem eiga veiðistöng komi með hana, annars eru fararstjórar með nokkrar til láns sem og björgunarvesti. Gengið á Staðarhnúk.

3.d. Gengið til baka að Hreðavatni og dáðst að fegurð Borgarfjarðar. Ekið í bæinn með bros á vör.