Ferð: Vatnaleiðin: Vösk ganga og veiði

Vesturland
Vatnaleiðin: Vösk ganga og veiði
Ferðafélag Barnanna
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Skemmtileg ferð þar sem gengin er gullfalleg leið frá Hreðavatni að Langavatni. Þar er dvalið í skála í tvær nætur en dagarnir eru nýttir í veiði, kajaksiglingar og göngur ásamt leikjum og kvöldvökum.

Brottför/Mæting
Kl. 8 á einkabílum frá Bifröst í Borgarfirði.
Fararstjórn

Jón Einarsson og Þóra Þráinsdóttir.

Innifalið
Gisting, trúss, veiði og fararstjórn

Leiðarlýsing

1.d., fimmtud. Ekið að Hreðavatni, þaðan sem gengið er um skógivaxna ása og fell að skálanum Torfhvalastöðum við Langavatn þar sem gist er í tvær nætur. 15 km. Farangur trússaður að skálanum.

2.d. Veiðistangir teknar fram og kajak settur á flot. Veitt í Langavatni. Þeir sem eiga veiðistöng komi með hana, annars eru fararstjórar með nokkrar til láns sem og björgunarvesti. Gengið á Staðarhnúk.

3.d. Gengið til baka að Hreðavatni og dáðst að fegurð Borgarfjarðar. Ekið í bæinn með bros á vör.

Eftirfarandi bækur fjalla um svæðið og þær er hægt að kaupa í vefverslun okkar.