- Lýsing
Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur standa fyrir fjórum skógargöngum í Heiðmörk þriðja fimmtudag í mánuði júní-september.
Fararstjórar eru þau Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélagsins.Fjórða og seinasta gangan er hjá Esjunni.
Esjan er afar vinsælt útivistarsvæði. Undandarin ár hefur Skógræktarfélagið byggt upp stígakerfi í Esjuhlíðum. Hópurinn hittist við Esjustofu þaðan sem er gengin fjölbreytt leið um þéttan skóg og opin svæði. 2 - 3 klst.Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
- Brottför/Mæting
- Kl. 18 við Esjustofu
- Fararstjórn
Skógargöngur í Heiðmörk
16. júní. Skógargöngur í Heiðmörk I - Elliðavatnsbær
21. júlí. Skógargöngur í Heiðmörk II - Borgarstjóraplan
18. ágúst.Skógargöngur í Heiðmörk III - Vífilsstaðavatn
15. sept. Skógargöngur í Heiðmörk IV - Esjuhlíðar