- Lýsing
Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur standa fyrir fjórum skógargöngum í Heiðmörk þriðja fimmtudag í mánuði júní-september.
Fararstjórar eru þau Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélagsins.Fyrsta skógargangan - Elliðavatnsbær
Jörðin Elliðavatn á sér sögu sem er samofin sögu Reykjavíkur en fyrstu heimilidir um jörðina eru frá 13. öld. Þjóðskáldið Einar Benediktsson ólst þar upp en faðir hans Benedikt Sveinsson stundaði þar búskap. Ásamt því að fræðast um sögu staðarins verður gengið um nágrennið.. 2 - 3 klstÞátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
- Brottför/Mæting
- Kl. 18 við Elliðavatnsbær
- Fararstjórn
Skógargöngur í Heiðmörk
16. júní. Skógargöngur í Heiðmörk I - Elliðavatnsbær
21. júlí. Skógargöngur í Heiðmörk II - Borgarstjóraplan