Vífilsfell
- Lýsing
Eitt tignarlegasta fjall í nágrenni Reykjavíkur er Vífilsfell (655 m) en margir líta á það sem nyrsta hnjúk Bláfjalla. Af fjallinu er mikið útsýni til allra átta.
Fyrst er farið upp skýran stíg upp bratta skriðu. Þegar komið er upp úr klettabelti er gengið eftir sléttum stalli og þar má sjá topp fjallsins sem er úr móbergi . Í efstu klettabeltunum eru kaðlar sem auðvelda uppgönguna og á tindinum er útsýnisskífa sem Ferðafélag Íslands setti upp.
Gangan er opin öllum félögum í FÍ Ung en nauðsynlegt að skrá sig til að halda utan um þátttöku.
- Brottför/Mæting
- Kl. 10:00 frá bílastæði við námu í Vífilsfelli
- Fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Gott að vita
- Áætlaður göngutími 3 klst.
- Hækkun um 450m
- Muna gott nesti
- Bílastæðið á Google Maps
FÍ Ung er fyrst og fremst hugsað fyrir fólk á aldrinum 18 – 25 ára. Skráning í FÍ Ung: https://www.fi.is/is/fi/ferdafelag-unga-folksins