Ferð: Þverun Snæfellsness

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei

Þverun Snæfellsness

Lýsing

Þetta er einstök dagsganga þar sem gengið er þvert yfir Snæfellsnes, frá Grundarfirði yfir í Lýsulaugar. Leiðin fylgir gamalli þjóðleið yfir Lýsuskarð og býður upp á fjölbreytt og stórbrotið landslag. Í lok göngunnar þarf að fara niður skriðu sem er brött og getur verið þung undir fæti, en að lokinni göngu eru verðlaunin slökun í Lýsulaugum (áður Lýsuhólslaug), sem eru þekktar fyrir heilnæmt ölkelduvatn sitt – þar læknast öll göngumein.

Brottför/Mæting
Kl. 9 við Lýsuhólsskóla – rúta fer þaðan að upphafsstað göngu við Grundarfoss. Þar sem gangan hefst kl. 10.
Fararstjórn

Guðmundur Rúnar Svansson

Innifalið
Rúta, sund og fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
  • Hleðslubanki

Fróðleikur

Eftirfarandi árbækur fjallar um svæðið og hægt að kaupa í vefverslun okkar.

       

Undirbúningur

Þátttakendur í ferð með FÍ hafa kynnt sér leiðarlýsingu og eru meðvitaðir um landslag og aðstæður sem leið ferðarinnar liggur um. Í ferðalýsingum má finna upplýsingar um aðbúnað, áætlaðan göngutíma, vegalengdir og hækkun.
Hér má kynna sér viðmið um erfiðleikastig ferða betur.

Gönguferðir og fjallgöngur eru besti undirbúningar fyrir ferðir FÍ og má t.d. nefna gönguferðir á Úlfarsfell, Helgafell eða Esju fyrir höfuðborgarbúa eða sambærileg fjöll eftir búsetu.

Almennt er gist í svefnpokaplássum í ferðum FÍ nema annað sé tekið fram.

Vinsamlegast kynnið ykkur ferðaskilmála Ferðafélag Íslands.

Gott að vita:

  • Ganga: 13 km.
  • Hækkun: tæp 700 m.
  • Göngutími: 6–8 klst.
  • Gott nesti og heit á brúsa
  • Taka með sundföt