Skáli: Bræðrafell

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Norðurland eystra

Bræðrafell

Ferðafélag Akureyrar

Bræðrafell er í tæplega 7 km fjarlægð í beinni loftlínu í vestur frá uppgöngunni á vestanverðri Herðubreið, þar sem jeppaslóð endar. Skálinn stendur í 720 m hæð yfir sjó og er suðaustan við samnefnt fell syðst í Kollóttudyngju.

Gistirými er fyrir 16 manns, svefnpokapláss í kojum. Í skálanum eru eldhúsáhöld, sólóvél og gashella. Kamar. Einnig er 220 v rafmagn (inverter) fyrir hleðslu á símum, myndavélum og tölvum. Ekkert vatnsból er á staðnum, en regnvatni er safnað af þaki skálans í brúsa yfir sumartímann. Yfirleitt er farið í skálann um mánaðarmótin júní-júlí til að undirbúa hann fyrir sumarið, í þeirri ferð er vatnssöfnun af þaki hússins tengd. Fólki er þó ráðlagt að gera almennt ráð fyrir að hafa drykkjarvatn meðferðis sér til öryggis í ferðum um Ódáðahraun. Athugið að skálinn er læstur og því þarf að vera búið að panta gistingu og fá talnakóðann að lyklaboxinu sem er við útidyrnar áður en ferð þangað hefst.

Upplýsingar

  • GPS staðsetning: 65°11.292N 16°32.255W
  • Símanúmer: 462 2720
  • Hæð yfir sjávarmáli: 720 m
  • Aðgengi: Gangandi
  • Skálavörður: Nei

Aðstaða í/við skála