Skáli: Þorsteinsskáli

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Norðurland eystra

Þorsteinsskáli

Ferðafélag Akureyrar

Þorsteinsskáli er í Herðubreiðarlindum, um 4 km austan við þjóðarfjallið Herðubreið. Aka þarf yfir tvö vöð á leið úr Mývatnssveit í Herðubreiðarlindir, það stærra er yfir Lindaá sem rennur um Herðubreiðarlindir og krefst sérstakrar varúðar. Milli Herðubreiðarlinda og Drekagils er um 30 km akstursfjarlægð.

Í Þorsteinsskála er gistirými fyrir 25 manns, svefnpokapláss á dýnum. Í eldhúsi eru áhöld, gashella og Sóló eldavél tengd við miðstöð. Snyrtihús er við skálann.

Upplýsingar

  • GPS staðsetning: 65° 11.571'N, 16° 13.377'W
  • Símanúmer: 822-5191. Tetra: 641-0044
  • Hæð yfir sjávarmáli: 480 m
  • Aðgengi: Á jeppum
  • Skálavörður: Á sumrin

Aðstaða í/við skála