Skáli: Trölli

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Norðurland vestra

Trölli

Ferðafélag Skagfirðinga

Trölli, byggður 1984, stendur við „Tröllafoss“, ofan Trölleyra í um 370 m.y.s. upp af Kálfárdal í Gönguskörðum ofan Sauðárkróks. Vestan og ofan Tröllabotna gnæfir 1050 m há Tröllakirkjan. Gönguleið í skálann er frá eyðibýlinu Kálfárdal, um 5 km og frá hliði við þjóðveg um 7 km. Vinsæl snjósleðaleið er frá Laxárdalsheiði um Kolugafjall, Bakdal og Skálarhnjúksdal. Um 9 km eru frá Trölla í Þúfnavelli á víðidal yfir Tröllaháls og um Þverárgil. Farið um Skagaveg 745 frá Sauðárkróki og inn Kálfárdal rétt vestan Skarðaréttar. Athuga þarf að aurbleyta er í afleggjara að vori til. Víða getur gönguleiðin verið blaut og vatnsheldir skór (stígvél) því heppilegir. Hækkun er um 130 m frá vegenda við eyðibýlið Kálfárdal.

Aðstaða: 12 manns í kojum, 4 á svefnlofti – Gönguskáli – Vatn í á 30 m frá skála. Sólpallur við skála. Skálinn er ekki læstur.

Upplýsingar

  • GPS staðsetning: N 65°42,600 - V 19°53,160
  • Hæð yfir sjávarmáli: 370
  • Aðgengi: Gangandi
  • Skálavörður: Nei

Aðstaða í/við skála