Ferð: Konfektmolar við Arnarfjörð

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei

Konfektmolar við Arnarfjörð

Lýsing

Arnarfjörður er annar stærsti fjörðurinn á Vestfjörðum eftir Ísafjarðardjúpi, um 30 km langur. Inn úr honum skerast nokkrir minni firðir og dalir eins og Ketildalir. Sæbrött hamrafjöll liggja að firðinum yst einkum að norðan og víða er undirlendi lítið. Í innfjörðum Arnarfjarðar er víða mikil veðursæld þar sem þeir eru umkringdir háum fjöllum og víða vaxnir birkikjarri. Arnarfjörður var þéttbyggður hér fyrr á öldum en nú eru einungis örfáir bæir eftir í byggð, auk


Í þessari ferð munum við slá upp tjaldbúðum
 í Selárdal, 25 km frá Bíldudal. Hvalaskoðun er í boði en er ekki innifalin í verði ferðar.

Brottför/Mæting
Mæting á eigin bíl á föstudagskvöldið við safn Samúels Jónssonar í Selárdal. 
Fararstjórn

Tómas Guðbjartsson og Salome Hallfreðsdóttir.

Innifalið
Tjaldgisting, rúta og fararstjórn.

Búnaður

Pakkað fyrir bakpokaferð

Þegar gengið er með allt á bakinu er nauðsynlegt að skera útbúnað niður eins og hægt er, án þess að sleppa nauðsynjum. Hafið bakpokann ekki þyngri en þið treystið ykkur til að bera. Hæfileg þyngd fer eftir líkamsástandi hvers og eins en oft er miðað við að bakpoki skuli ekki vera þyngri en 15-20% af líkamsþynd þess sem ber hann.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála, þá má í flestum skálum Ferðafélags Íslands finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis/kamars með klósettpappír.

Ýmislegt

  • Bakpoki, ekki of stór
  • Svefnpoki, léttur og hlýr
  • Bakpokahlíf / plastpokar inn í bakpokann
  • Tjald og tjalddýna
  • Göngustafir
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Höfuðljós
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Broddar, ef þurfa þykir
  • Peningar
  • Hleðslubanki

Snyrtivörur / sjúkravörur

  • Hælsærisplástur, plástur og teygjubindi
  • Verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Tannbursti og tannkrem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið handklæði / þvottapoki
  • Sólvarnarkrem og varasalvi
  • Eyrnatappar

Mataráhöld / eldunartæki

  • Prímus, eldsneyti og pottur
  • Eldspýtur
  • Diskur og drykkjarmál
  • Hnífapör
  • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Vasahnífur / skæri

Fatnaður

  • Góðir gönguskór
  • Vaðskór / skálaskór
  • Tvö pör mjúkir göngusokkar
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Nærbuxur til skiptana
  • Nærföt, ull eða flís
  • Flís- eða ullarpeysa
  • Millilag úr ull eða flís
  • Göngubuxur
  • Stuttbuxur
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar

Matur

  • Frostþurrkaður matur
  • Núðlur eða pasta í pokum
  • Haframjöl
  • Smurt brauð og flatkökur
  • Hrökkbrauð og kex
  • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Kakó, te og/eða kaffi
  • Súpur
  • Krydd, t.d. salt og pipar

Fróðleikur

Eftirfarandi árbækur fjallar um svæðið og hægt að kaupa í vefverslun okkar.

     

Greiðslumöguleikar

  • Kreditkort / Debetkort: Greitt í einni greiðslu við bókun.
  • Bankamillifærsla: Greitt í einni greiðslu.
    Þegar skráningu í ferð hefur verið lokið sendir skrifstofa FÍ greiðsluupplýsingar.
    Greiðsla með millifærslu er því ekki gerð fyrr en bókun er staðfest.
  • Raðgreiðslusamningur: Lágmarks upphæð kr. 67.000.
    Hægt er að gera samning með því að hafa samband við skrifstofu FÍ.
  • Netgíró: Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu ef óskað er eftir að greiða ferð í gengum Netgíró.

Raðgreiðslur og Netgíró fara eftir kjörum viðkomandi þjónustuaðila.
Við hvetjum ferðalanga til að kynna sér vexti og skilmála áður en samningur er gerður.

Undirbúningur

Þátttakendur í ferð með FÍ hafa kynnt sér leiðarlýsingu og eru meðvitaðir um landslag og aðstæður sem leið ferðarinnar liggur um. Í ferðalýsingum má finna upplýsingar um aðbúnað, áætlaðan göngutíma, vegalengdir og hækkun.
Hér má kynna sér viðmið um erfiðleikastig ferða betur.

Gönguferðir og fjallgöngur eru besti undirbúningar fyrir ferðir FÍ og má t.d. nefna gönguferðir á Úlfarsfell, Helgafell eða Esju fyrir höfuðborgarbúa eða sambærileg fjöll eftir búsetu.

Almennt er gist í svefnpokaplássum í ferðum FÍ nema annað sé tekið fram.

Vinsamlegast kynnið ykkur ferðaskilmála Ferðafélag Íslands.

Leiðarlýsing

1.d., laugard. Ekið frá Selárdal að Dynjanda og fossinn skoðaður. Síðan er haldið eftir jeppavegi norðan megin Arnarfjarðar að Fossdal. Gengið á Kaldbak (999 m) hæsta fjall Vestfjarða. Eftir gönguna er ekið á fjöru út að Lokinhömrum og Svalvogum, þar sem farið er í  styttri göngur. Ekið heim eftir hinni frægu Kjaransbraut að Þingeyri. Á leiðinni heim í Selárdal er komið við í náttúrulauginni í Reykjarfirði. Þar er boðið upp á jóga en síðan tekur við kvöldvaka í Selárdal með bálkesti og sjósundi fyrir þau sem vilja. Ganga: 10 km. Hækkun: um 1000 m

2.d. Safn Samúels Jónssonar og Uppsalir skoðaðir. Gengið yfir Selárdalsheiði í Tálknafjörð – gamla og stórfenglega þjóðleið sem tekur daginn. Á leiðinni er komið við í Stapavík með útsýni að Tálkna. Eftir gönguna skellum við okkur í sjóðheitan Pollinn, þar sem einnig má fara í sjósund. Rúta ekur hópnum aftur í Selárdal. Á leiðinni heim er stoppað á Vegamótum þar sem við snæðum kvöldverð. Ef veður leyfir er hægt að fara í hvalaskoðun. Ganga: 16 km. Hækkun: um 800m.

3.d. Gengið út í Verdali, “Versali Vestfjarða” – nyrst í Ketildölum. Á leiðinni heim er gengið inn Austmannsdal meðfram fallegum fossum, og upp á Haugshorn, einn besta útsýnisstað við Arnarfjörð. Komið við í Hringsdal þar sem víkingurinn Hringur var heygður, áður en haldið er heim í gegnum Bíldudal. Ganga: 7 km . Hækkun: um 500 m

Aðrar ferðir á Vestfjörðum sumarið 2026

Þeir sem vilja framlengja dvölina á Vestfjörðum geta bókað sig í einstaka dagsferð í framhaldi.