Ferð: Mosahlíð og Öldur

Mosahlíð og Öldur

Örgöngur í Hafnarfirði og nágrenni
Lýsing

Gengið frá bílastæði leikskólans Hlíðarenda eftir göngustíg sem er ofan við götuna Úthlíð en á þeim slóðum voru tún ásamt fjár- og hesthúsum. Gengið er eftir Furuhlíð í áttina að Efstuhlíð, Dalshlíð og Brekkuhlíð en þar voru áður fyrr svínabú og hænsnabú en einnig matjurtagarðar.
Áður en Mosahlíðarhverfið fór að byggjast voru þetta helstu malargryfjur bæjarins.
Þessi hluti bæjarlandsins er gamall jökulruðningur sem var t.d. notaður í gatnagerð og í steinsteypu.
Á bakaleiðinni er gengið eftir Bjarmahlíð, Einihlíð, Fjóluhlíð og Skógarhlíð. Göngutími: 1,5–2 tímar


Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis. 

Brottför/Mæting
kl. 20:00 frá bílastæði leikskólans Hlíðarenda
Fararstjórn

Jónatan Garðarsson

Innifalið
Fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
  • Hleðslubanki