Ferð: Hattur og Hetta

Suðvesturland
Hattur og Hetta
Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar
Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Lýsing

Þriðja fjallgangan af fjórum í Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar.
Við keyrum í samfloti suður Reykjanesbraut og beygjum inn á leiðina til Krýsuvíkur. Við keyrum alla leið að hverasvæðinu í Seltúni og leggjum á bílastæðinu þar. Við göngum meðfram hverasvæðinu og upp tvo hnjúka sem heita Hattur og Hetta. Svæðið minnir um margt á Landmannalaugar og er því góð æfing fyrir stærri ævintýri sumarsins. Hér getur verið leðja á leiðinni og því mikilvægt að vera í góðum skóm sem hrinda frá sér vatni. Það gæti einnig verið sniðugt að hafa par af þurrum skóm í bílnum að göngu lokinni. 3-4 klst. 
Fyrir félaga FÍ og fjölskyldur þeirra. Ekkert að panta, bara mæta! 

Brottför/Mæting
Kl. 12:30 á einkabílum frá bílastæðinu við Vífilstaðaspítala.  

Fjallagarpaverkefni fjölskyldunnar