- Lýsing
Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur standa fyrir fjórum skógargöngum í Heiðmörk þriðja fimmtudag í mánuði júní-september.
Fararstjórar eru þau Auður Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélagsins.Önnur skógargangan - Borgarstjóraplan
Gengið verður frá Borgarstjóraplani um skóginn í Heiðmörk. Heiðmörk er stærsta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og eitt það vinsælasta. Í gegnum tíðina hafa ótal stígar verið lagðir um svæðið en Heiðmörk er um 3200 hektarar að stærð. Skóglendi þekur tæpan þriðjung svæðisins. Auk skógarins er þar að finna áhugaverðar jarðmyndanir, viðkvæmt votlendi og lyngmóa. Dýralíf er jafnframt afar fjölbreytt á þessum slóðum. Einnig eru mannvistarleifar frá ýmsum tímum í Heiðmörk. 2 - 3 klstÞátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
- Brottför/Mæting
- Kl. 18 frá Borgarstjóraplani
- Fararstjórn
Skógargöngur í Heiðmörk
6. júní. Skógargöngur í Heiðmörk I - Elliðavatnsbær
21. júlí. Skógargöngur í Heiðmörk II - Borgarstjóraplan